Ó!Rói með ÞYKJÓ

Við opnum skilningarvitin okkar mjúklega á nýju ári og förum skapandi höndum um þann náttúrulega efnivið sem við getum fundið í nærumhverfinu á þessum árstíma. Ó!Rói er skapandi smiðja fyrir börn og fjölskyldur þeirra með hönnunarteyminu ÞYKJÓ. Við óróagerð æfum við sjálfa jafnvægislistina og lærum hvernig ólíkir hlutir geta myndað eina samhangandi heild. Smiðjan hentar […]

Haltu mér – slepptu mér: PISA, lesskilningur og lestur ungmenna

Haltu mér – slepptu mér er fyrirlestraröð fyrir foreldra ungmenna á aldrinum 12-18 ára um ýmis málefni sem tengjast þroska og uppeldi unglinga með áherslu á áskoranir í nútímasamfélagi. Sigríður Ólafsdóttir rýnir í niðurstöður PISA-könnunarinnar í lesskilningi árið 2022. Hún mun fjalla um hæfniþrep PISA og tengja þau við samfélagslega umræðu hér á landi. Þá […]

Sögustund á úkraínsku

Valerie les jólasögu á Bókasafni Kópavogs laugardaginn 21. desember kl. 12.00 í barnadeildinni. Valerie Ósk Elenudóttir leikkona mun lesa jólasögu fyrir börn á öllum aldri á Úkraínsku. Öll velkomin. Eigum notalega jólastund saman.  Endilega látíð úkraínsku mælandi vini ykkar vita. Sjáumst á bókasafninu. Час на казку українською мовою. Валері прочитає різдвяну історію в бібліотеці Копавогур у […]

Gerðarverðlaunin 2024

Verið hjartanlega velkomin á afhendingu Gerðarverðlaunanna, laugardaginn 14. desember kl. 16 í Gerðarsafni. Gerðarverðlaunin eru til heiðurs Gerði Helgadóttur myndhöggvara og eru veitt listamanni fyrir ríkulegt framlag til höggmynda- og rýmislistar á Íslandi. Gerðarverðlaunin eru nú veitt í fimmta sinn en fyrri handhafar þeirra eru Rósa Gísladóttir, Þór Vigfússon, Finnbogi Pétursson og Ragna Róbertsdóttir. Kristofer […]

Gjafir og ljós

Þorláksmessa í Gerðarsafni | Skapandi og notaleg samvera í jólaösinni Hvað er betra en að pakka inn fallegum gjöfum með jólapappír sem er líka listaverk? Frá 14-16 býðst börnum og fjölskyldum þeirra að búa til eigin gjafapappír með því að teikna, mála eða stimpla. Það verður heitt á könnunni og jólastemning í húsinu frá 12-18. […]

Jólastjarnan

Ert þú forvitið jólabarn? Á Þorláksmessu mun Stjörnu Sævar bæði ræða og fræða um jólastjörnuna, tilvist hennar og þýðingu stjarna í kringum jólahátíðina. Þótt jólin séu oftast nefnd í trúarlegu samhengi eru þau ekki síður hátíð nátengd náttúrunni, stjörnunum og stöðu sólar. Á þessum dimmasta tíma árs er löng hefð fyrir því að fagna endurnýjun […]

List og náttúra með jólaívafi

List og náttúra er einföld smiðja einn miðvikudag í mánuði frá kl. 16-17 í Náttúrufræðistofu Kópavogs. Smiðjan er liður af stærra verkefni sem unnið er í samstarfi Gerðarsafns og Náttúrufræðistofu Kópavogs sem er styrkt af Safnasjóði. Tilgangurinn er að skapa tíma og rými fyrir samverustundir fjölskyldunnar eftir leikskóla eða skóla. Börnin vinna með náttúrulegan efnivið […]

Beethoven og Franck

Sif Margrét Tulinius fiðluleikari og Richard Simm píanóleikari hafa starfað um árabil sem einleikarar og tekið þátt í flutningi á kammertónlist bæði hér á Íslandi sem og erlendis. Þau stilla nú sína strengi saman í þessari stórbrotnu efnisskrá með verkum eftir César Franck og Ludwig van Beethoven. Ludwig van Beethoven (1770 – 1827)Rómansa fyrir fiðlu […]

Hamskipti

Einleiksgítarinn er í aðalhlutverki á þessum spennandi tónleikum þar sem hljómar glæný tónlist í bland við sígilda í frábærum flutningi Svans Vilbergssonar. Á undan tónleikunum, kl. 13, verður tónleikaspjall þar sem veitt verður innsýn í efnisskrána. EFNISSKRÁ * Daniele BasiniStaðir (2024)I – Vetur undir HraundragaII – Vor á DalfjalliIII – Sumar í StórurðIV – Haust […]

Lögin úr leikhúsinu

Stöllurnar Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari dýfa sér í laug íslenskrar leikhústónlistar. Á undan tónleikunum, klukkan 13, verður boðið upp á tónleikaspjall sem fer fram í fordyri Salarins. *Á tónleikunum verður farið vítt og breitt um íslenska leikhústónlistarsögu og flutt lög eftir mörg af okkar ástælustu leikhústónlistarhöfundum, svo sem Hjálmar H. Ragnarsson, Jón […]

Hamskipti || Svanur Vilbergsson

Hrífandi einleikstónlist fyrir gítar í flutningi Svans Vilbergssonar EFNISSKRÁ Daniele BasiniNýtt verk (2024) Jón Leifs (1899 – 1968)Fughetta (Úts. S. Vilbergsson) Jón Nordal (1926 – 2024)Hvert örstutt spor (Úts. S. Vilbergsson) Þorkell Sigurbjörnsson (1938 – 2013)Heyr, himna smiður (Úts. O. Sigmundsson) Bára Sigurjónsdóttir (1979)Reykjavík, ó Reykjavík (2024) Egill Gunnarsson (1966)Nýtt verk , frumflutningur (2025) -Hlé- Claude Debussy (1862-1918)Soireé dans Grenade  Manuel […]

„Lífið gengur sinn gang“ | Þokkabót 50 ára

Þokkabót flytur úrval laga sinna frá árunum 1974-1978 og endurvekur tíðaranda Álafossúlpunnar, með fulltingi úrvals tónlistarfólks. 1974 lék Þokkabót inn á sína fyrstu plötu, Upphafið“, sem varð feykivinsæl með Litla kassa í fararbroddi. Í kjölfarið fylgdu 4 LP plötur og nokkur lög að auki. Á tónleikunum flytur hljómsveitin lög úr söngvasafni sínu og fær, í […]