Bróderíklúbburinn á Lindasafni

Ertu byrjandi eða með áralanga reynslu af bróderíi? Viltu kannski rifja upp gamla takta og hitta aðra sem deila sama áhuga? Þá gæti Bróderíklúbburinn hentað fyrir þig. Bróderíklúbburinn hittist á mánudögum á Lindasafni í Núpalind 7 kl. 14:00. Öll velkomin og heitt á könnunni.
Bróderíklúbburinn á Lindasafni

Mánudaginn 3. febrúar milli klukkan 14:00 – 16:00 hefur Bróderíklúbburinn göngu sína. Ertu byrjandi eða með áralanga reynslu af bróderíi? Viltu kannski rifja upp gamla takta og hitta aðra sem deila sama áhuga? Þá gæti Bróderíklúbburinn hentað fyrir þig. Klúbburinn hefur göngu sína á Lindasafni mánudaginn 3. febrúar kl. 14. Öll velkomin og heitt á […]
Kvöldstund með Evu Rún og Höllu Þórlaugu

Eva Rún Snorradóttir og Halla Þórlaug Óskarsdóttir eru rithöfundar, listakonur og listrænir stjórnendur bókmenntahátíðarinnar Queer Situations sem fram fór í fyrsta sinn sumarið 2024 í Salnum í Kópavogi og vakti mikla athygli. Queer Situations er helguð hinsegin bókmenntum í víðu samhengi, bókum höfunda sem skilgreina sig sem hinsegin en einnig bókmenntum sem falla út fyrir […]
DJ Ívar Pétur á Krónikunni á Safnanótt

Það verður opið á Krónikunni í Gerðarsafni á Safnanótt fram eftir kvöldi þar sem hægt verður að fá sér ljúffengar veitingar og drykki. Frá 18:00 til 21:00 mun DJ Ívar Pétur úr FM Belfast spila lög frá flestum heimshornum í huggulegri og létt-dillandi stemmningu. Fjölbreytt dagskrá verður í boði á Safnanótt í Gerðarsafni. Klukkan 19 […]
Tom Waits – Heiðurstónleikar

Valdimar Guðmundsson, Björn Jörundur, Hildur Vala og Andrea Gylfadóttir flytja ódauðleg lög kappans. Tónlist og textar Tom Waits hafa orðið mörgum innblástur og hann á gríðarlega traustan hóp fylgismanna sem hafa staðið með honum í gegnum þykkt og þunnt. Tónlistin er blús-, djass- og þjóðlagaskotin og hann hefur verið óhræddur við tilraunir á löngum tónlistarferli. […]
Ó-ljós | Ljóslistaverk fyrir Kópavogskirkju | Safnanótt

Ó-ljós er nýtt verk eftir Styrmi Örn Guðmundsson sem sýnt verður á Safnanótt í Kópavogi 2025. Í verkinu gerir listamaðurinn tilraunir með teikningu og fleiri miðla svo til verða hreyfanleg vídeómálverk. Gömul og ný tákn gegna hlutverki og huglægar skírskotanir í trú, trúleysi og manngildi koma við sögu. Verkinu verður varpað á Kópavogskirkju föstudaginn 7. […]
TE DESEO EL BIEN / I WISH YOU WELL / ÉG VIL ÞÉR VEL

(Scroll down for Spanish and English) Velkomin í fjöltyngda smiðju sem leiðir saman menningarheima í gegnum mexíkóskar smámyndir, milagros! Í smiðjunni verður gestum boðið að taka þátt í gerð sameiginlegs skúlptúrs þar sem hugmyndir um vellíðan, þakklæti og kærleika ráða ríkjum. Þátttakendur fá allt sem þarf til að búa til sinn eiginn milagro, lítinn táknrænan […]
Birgittuþing

Birgittuþing – málstofa um rithöfundinn Birgittu H. Halldórsdóttur og verk hennar. Öll velkomin, skráning á eyrun.osk@kopavogur.is Þegar talað er og skrifað um uppgang íslensku glæpasögunnar er iðulega miðað við árið 1997 – árið sem þau Arnaldur Indriðason og Stella Blómkvist gáfu út sínar fyrstu bækur. Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt, enda höfðu þá […]
Fever!

Jazzkonur flytja lög Peggy Lee, Julie London, Judy Garland, Rosemary Clooney og Anita O’Day
Tveir flyglar á hádegistónleikum

Píanóleikararnir Peter Máté og Zeynep Üçbaşaran bjóða upp á óformlega hádegistónleika í Salnum, fimmtudaginn 23. janúar kl. 12:15. Efnisskráin er fjölbreytt og forvitnileg en hún er hluti af tónleikadagskránni All Roads Lead To Paris: Music for Two Pianos“ sem píanóleikararnir tveir munu bjóða upp á á tónleikum í Modena á Ítalíu og í Istanbul og […]
Skynjunarleikur | Foreldramorgunn

Bókasafn Kópavogs í samstarfi við Plánetu bjóða börnum og foreldrum að koma og fræðast um og upplifa heim skynjunarleiks! Börnin geta tekið þátt í örvandi og skemmtilegri virkni með alls kyns áferðum, lyktum og litríkum efnivið sem er sérvalinn til að kveikja forvitni og efla sköpun. Á meðan geta foreldrarnir sótt sér fróðleik um gagnsemi skynjunarleiks […]
Sögu- og söngvastund | Foreldramorgunn

Sögu- og söngvastund á foreldramorgni með Eyrúnu og Axel Eyrún Ósk Jónsdóttir leikari og rithöfundur mun lesa stutta sögu fyrir börnin, þar sem hún leggur áherslu á skynjun og hvernig hægt er að vekja áhuga ungra barna á sögum og bókum. Og Axel Ingi Árnason tónlistarmaður og forstöðumaður Salarins mun syngja nokkur lög fyrir krakkana […]