Heimur fyrir litla hetju og DJ Sunna Ben

Barnamenningarhátíð í Kópavogi! Dagskrá í Gerðarsafni: 12:00 -14:00 – Kórónusmiðja með Sigrúnu Úu. Dúskar, fjaðrir, slaufur og strá! Sköpum fallegar kórónur saman í skemmtilegri smiðju með Sigrúnu Úu. Smiðjan hentar öllum aldri og öll eru velkomin! Efniviður á staðnum. 15:00 – 17:00 – Heimur fyrir litla hetju. Dýrfinna Benita Basalan og Sadie Cook verða með […]

Sumarlestursgleði

Miðvikudaginn 21. maí kl.17.00 ætlum við að hefja sumarlestursátakið okkar með smá gleði á Bókasafninu. Ævar Þór Benediktsson kemur í heimsókn til okkar og les upp úr bókum sínum og verður með lestrarhvatningu fyrir börnin. Síðan munum við kynna sumarlestursátakið. Hlökkum til að sjá ykkur í sumarlestursskapi.

List og náttúra

List og náttúra er einföld smiðja einn miðvikudag í mánuði frá kl. 16-17 í Náttúrufræðistofu Kópavogs. Smiðjan er liður af stærra verkefni sem unnið er í samstarfi Gerðarsafns og Náttúrufræðistofu Kópavogs. Tilgangurinn er að skapa tíma og rými fyrir samverustundir fjölskyldunnar eftir leikskóla eða skóla. Börnin vinna með náttúrulegan efnivið undir leiðsögn myndlistarkennara og skapa […]

Together – Úkraínsk klippimyndasmiðja – Pysanka

Velkomin í fjöltyngda klippimyndasmiðju! Í þessari spennandi smiðju verður gestum boðið að búa til sínar eigin klippimyndir þar sem við munum blanda saman myndum af úkraínskri náttúru og dýrum, og fyrir þau sem vilja, einnig myndum af hefðbundnum úkraínskum páskaeggjum sem kallast Pysanka. Saman munum við fræðast um úkraínskar páskahefðir og uppgötva sögu Pysanka, en […]

Together – Fjöltyngd smiðja – Pysanka úkraínskar klippimyndir

Í þessari spennandi smiðju verður gestum boðið að búa til sínar eigin klippimyndir þar sem við munum blanda saman myndum af úkraínskri náttúru og dýrum og, fyrir þau sem vilja, einnig myndum af hefðbundnum úkraínskum páskaeggjum sem kallast Pysanka. Saman munum við fræðast um úkraínskar páskahefðir og uppgötva sögu Pysanka, en í Úkraínu eru páskarnir […]

Sólskoðun

Nú í tilefni af sumri og hækkandi sól ætlar Vísindaskólinn að bjóða uppá sólskoðun í Guðmundarlundi, miðvikudaginn 4. júní 2025, ef veður leyfir. 🔭☀️ Athugið!! Veður gæti haft áhrif á tímasetningu, svo fylgisti vel með þegar nær dregur 👀📻 Stjörnu-Sævar verður búinn að stilla upp í námunda við grillskálann uppúr kl. 16:00, og mun fræða […]

Spilaklúbbur | 13-17 ára

Nýr spilaklúbbur fyrir 13-17 ára hefur göngu sína. Klúbburinn hittist vikulega á þriðjudögum kl. 15 í ungmennadeild aðalsafnsins á 3. hæð og spilar saman.  Öll ungmenni hjartanlega velkomin!

Sólkerfið

Langar þig í ferðalag um sólkerfið?Í vísindaskóla maímánaðar býðst krökkum tækifæri til að fara í ævintýraferð um geiminn með Stjörnu Sævari! 🌠Við kynnumst reikistjörnum, tunglum og stjörnum og lærum eitthvað skemmtilegt! Smiðjan er fyrir börn á aldrinum 6–12 ára, bæði forvitna krakka og geimkappa! 🪐 Aðgangur er ókeypis👨‍🚀 Öll eru hjartanlega velkomin! // Do you […]

Konukvöld | Blush

Blush verður á staðnum á konukvöldi Bókasafns Kópavogs með skemmtilegan sölubás þar sem þau kynna sínar vinsælustu vörur. Lukkuhjól og 10% afsláttur. Öll þau sem versla fá að snúa hjólinu og fá unaðslegan vinning með sér heim.

VÆB Fjölskyldutónleikar

VÆB fjölskyldutónleikar VÆB halda sína fyrstu tónleika og bjóða allri fjölskyldunni á skemmtun sem er engri lík. Eftir að hafa unnið Söngvakeppnina 2025 með laginu sínu RÓA hefur VÆB æðið aldrei verið stærra. Landsmenn hafa verið að bíða eftir tónleikum og VÆB bræðurnir róa eins og enginn sé morgundagurinn og svara kallinu! Ekki láta þig […]

Michael Richardt | DA | Gjörningur

Michael Richardt fremur gjörninginn DA alla fimmtudaga frá kl. 12-18 á sýningartímabili Störu. Verkið er hluti af sýningunni. Öll eru hjartanlega velkomin! Michael Richardt (f. 1980) er sviðslistamaður sem sérhæfir sig í tímatengdum og langvarandi gjörningum. Heimildamyndin My Mother Is Pink um móður hans var tilnefnd í flokki listrænna heimildamynda á Sheffield Documentary Film Festival […]