Uppeldi barna | Foreldramorgunn

Helga Maggý og Erla Sif eru klínískir atferlisfræðingar sem báðar hafa reynslu af starfi í leik- og grunnskólum ásamt því að hafa mikinn áhuga á öllu sem tengist barnauppeldi. Í erindinu fjalla þær um áhrifaríkar uppeldisaðferðir sem skapa styðjandi heimilisumhverfi svo börn geti blómstrað. Gefin verða hagnýt ráð, m.a. varðandi hvernig gefa má skýr fyrirmæli, […]

Suður-amerísk tónlistarreisa | Heimstónlist

Andrés Ramón tónlistarmaður býður hlustendum í ferðalag um Suður-Ameríku þar sem hann flytur þjóðlög frá ýmsum löndum, spilar á mismunandi strengjahljóðfæri og syngur á spænsku og portúgölsku. Ferðalagið hefst á Andesfjallasvæðinu með þjóðlögum frá Perú, Bólivíu og Kólumbíu. Lögin hljóma við undirleik á charango, 10-strengja hljóðfæri sem er einkennandi fyrir tónlistarstefnur frá Andesfjöllunum, þar sem […]

Michael Richardt | DA | Stara

Michael Richardt fremur gjörninginn DA föstudaginn 7. febrúar í Gerðarsafni frá kl. 12-18 og síðan frá kl. 19-23. Verkið er hluti af sýningunni Störu. Öll eru velkomin! Michael Richardt (f. 1980) er sviðslistamaður sem sérhæfir sig í tímatengdum og langvarandi gjörningum. Heimildamyndin My Mother Is Pink um móður hans var tilnefnd í flokki listrænna heimildamynda […]

UNDIRALDA Á SAFNANÓTT

Yown (Jón Friðgeir Sigurðsson) og Petrichor (Alejandro Arias) nemendur úr tónveri Tónlistarskóla Kópavogs munu koma fram í bílakjallaranum við Hamraborg 6, gegnt Salnum á milli kl. 20:00 – 21:00. Þeir munu spila sveimandi raftónlist sem ómar í samtali við hljómburð bílakjallarans.

Vísindasmiðjan

Vísindasmiðja Háskóla Íslands verður hjá okkur í vetrarfríinu með lifandi og skemmtileg vísindasmiðju fyrir forvitin börn á öllum aldri. Öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis. Um vísindasmiðjuna:Markmið Vísindasmiðjunnar er að efla áhuga ungmenna á vísindum með gagnvirkum og lifandi hætti, styðja við kennslu á sviði náttúru- og raunvísinda og miðla […]

Hvað er Carbfix?

Hvað er? er erindaröð á vegum Náttúrufræðistofu Kópavogs. Sérfræðingar úr ýmsum áttum eru fengnir til að varpa ljósi á ólík hugtök og fyrirbæri og skýra þau út á mannamáli. Hér verður fyrirbærið Carbfix skoðað út frá ýmsum sjónarhornum ásamt sérfræðingi frá carbfix sem ætlar að svara því hvað þetta margumrædda fyrir bæri er eiginlega? Fyrirlesturinn […]

Kjaftagelgjur og lífljómun

Að þessu sinni fjallar Vísindaskólinn um kjaftagelgjur og lífljómun, ófrýnilegar en heillandi skepnur! En þær tilheyra samnefndum ættbálki djúpsjávarfiska sem hafa aðlagast eilífðarmyrkri hafdjúpanna á einstakan máta. Ekki aðeins með aðlagaðri sjón, heldur eiga þær sameiginlegt að bera eins konar veiðistöng með ljósi á endanum sem gerir þeim hægara um vik við fæðuöflun. En hvaðan […]

Leslyndi með Jóni Kalman Stefánssyni

Leslyndi hverfist um yndislestur og uppáhaldsbækur. Þjóðþekktir bókaunnendur stíga á stokk og deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum. Ævintýri og ástarsögur, dagbækur og draumráðningar, sígildar sögur og samtímaverk, orðið er frjálst. Jón Kalman Stefánsson, rithöfundur, mætir á Bókasafn Kópavogs í aprílbyrjun og fjallar um nokkrar bækur sem hafa skilið eftir spor. Aðgangur er ókeypis og […]

Sjávarföll | höfundaheimsókn

Hvaða áhrif hefur það þegar afar sjaldgæf en arfgeng heilablæðing leggst á eina fjölskyldu? Hvernig er tilfinningin þegar skuggi fjölskyldusjúkdómsins hangir yfir og aldrei er vitað hvern hann mun leggjast á? Arfgeng heilablæðing er séríslenskur erfðasjúkdómur, sem erfist ókynbundið ríkjandi. Talið er að um helmingslíkur séu á að barn sem fæðist inn í fjölskyldu þar […]

Ef ég væri grágæs | leiksýning

Ef ég væri grágæs – Við fögnum sumrinu með leiksýningu í barnadeild.  Grjótgerður var afar merkileg lítil vera, grá á litin, alveg eins og steinn. Hún bjó efst uppi á fjalli þaðan sem hún horfði yfir litríka veröldina. En hún var leið og þung á brá, því hún var bara grá, og henni var farið […]

Kort og kórónur í vetrarfríinu

Komdu og föndraðu kórónur og kort eða jafnvel bókamerki, og skreyttu með úrklippum úr gömlum bókum. Myndakassi verður á staðnum og hægt að taka af sér skemmtilegar myndir. Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir Smiðjan verður haldin í Tilraunastofunni á fyrstu hæð safnsins. 

Y gallery á Safnanótt

Opið verður til klukkan 21 í Y galleríy á Safnanótt en þar stendur nú yfir sýning Arnfinns Amazeen, Nokkurskonar samheiti. Titillinn á sýningunni, Nokkurskonar samheiti, er fenginn að láni frá íslenskri nútímamálsorðabók Árnastofnunar, þar sem að setningin nokkurs konar samheiti fengin með vélrænum hætti er notuð til að skýra skyldleika orðanna sem birtast í teikningunum. […]