Beethoven og Franck

Sif Margrét Tulinius fiðluleikari og Richard Simm píanóleikari hafa starfað um árabil sem einleikarar og tekið þátt í flutningi á kammertónlist bæði hér á Íslandi sem og erlendis. Þau stilla nú sína strengi saman í þessari stórbrotnu efnisskrá með verkum eftir César Franck og Ludwig van Beethoven. Ludwig van Beethoven (1770 – 1827)Rómansa fyrir fiðlu […]
Hamskipti

Einleiksgítarinn er í aðalhlutverki á þessum spennandi tónleikum þar sem hljómar glæný tónlist í bland við sígilda í frábærum flutningi Svans Vilbergssonar. Á undan tónleikunum, kl. 13, verður tónleikaspjall þar sem veitt verður innsýn í efnisskrána. EFNISSKRÁ * Daniele BasiniStaðir (2024)I – Vetur undir HraundragaII – Vor á DalfjalliIII – Sumar í StórurðIV – Haust […]
Lögin úr leikhúsinu

Stöllurnar Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari dýfa sér í laug íslenskrar leikhústónlistar. Á undan tónleikunum, klukkan 13, verður boðið upp á tónleikaspjall sem fer fram í fordyri Salarins. *Á tónleikunum verður farið vítt og breitt um íslenska leikhústónlistarsögu og flutt lög eftir mörg af okkar ástælustu leikhústónlistarhöfundum, svo sem Hjálmar H. Ragnarsson, Jón […]
Hamskipti || Svanur Vilbergsson

Hrífandi einleikstónlist fyrir gítar í flutningi Svans Vilbergssonar EFNISSKRÁ Daniele BasiniNýtt verk (2024) Jón Leifs (1899 – 1968)Fughetta (Úts. S. Vilbergsson) Jón Nordal (1926 – 2024)Hvert örstutt spor (Úts. S. Vilbergsson) Þorkell Sigurbjörnsson (1938 – 2013)Heyr, himna smiður (Úts. O. Sigmundsson) Bára Sigurjónsdóttir (1979)Reykjavík, ó Reykjavík (2024) Egill Gunnarsson (1966)Nýtt verk , frumflutningur (2025) -Hlé- Claude Debussy (1862-1918)Soireé dans Grenade Manuel […]
„Lífið gengur sinn gang“ | Þokkabót 50 ára

Þokkabót flytur úrval laga sinna frá árunum 1974-1978 og endurvekur tíðaranda Álafossúlpunnar, með fulltingi úrvals tónlistarfólks. 1974 lék Þokkabót inn á sína fyrstu plötu, Upphafið“, sem varð feykivinsæl með Litla kassa í fararbroddi. Í kjölfarið fylgdu 4 LP plötur og nokkur lög að auki. Á tónleikunum flytur hljómsveitin lög úr söngvasafni sínu og fær, í […]
Rómantískir risar

Nýtt píanótríó, skipað Geirþrúði Önnu Guðmundsdóttur sellóleikara, Herdísi Mjöll fiðluleikara og Liam Kaplan píanóleikara, flytur glæsilega efnisskrá sem hverfist um stórbrotið píanótríó Schuberts. Glænýtt verk eftir Liam Kaplan og píanótríó Clöru Schumann en bæði eru þau innblásin af tríói Schuberts. Á undan tónleikunum, kl. 13, verður boðið upp á tónleikaspjall í fordyri Salarins þar sem […]
Ljóssprengja í myrkrinu

Davíð Þór Jónsson lýsir upp myrkrið á vetrarsólstöðum í Salnum. Sérstakur gestur er listamaðurinn Ragnar Kjartansson. Davíð Þór Jónsson (f. 1978) skipar einstakan sess í íslensku tónlistarlífi og þótt víðar væri leitað. Tónlistariðkun hans smýgur undan skilgreiningum; hann er tónskáld, píanóleikari, gríðarlega fjölhæfur hljóðfæraleikari, spuna- og gjörningalistamaður, útsetjari og hljómsveitarstjóri sem á að baki ótrúlega […]
Textarnir hans Jónasar Friðriks

Jónas Friðrik skildi eftir sig ótrúlegt safn texta og ljóða sem fyrir löngu hafa orðið þjóðargersemar. Hann samdi fyrir Ríó Tríó, B.G og Ingibjörgu, Björgvin Halldórsson o.fl. o.fl. ‘Ég skal syngja fyrir þig, Eina nótt, Tár í tómið, Ég er ennþá þessi asni sem þú kysstir þá, Gullvagninn og Góða ferð’ eru meðal þeirra laga […]
Lesið á milli línanna

Á fyrsta fundinum okkar á nýju ári spjöllum við um jólabækurnar og höfum það notalegt saman. Hjartanlega velkomnar! Bókaklúbburinn hentar öllum hressum konum sem vilja hittast, lesa á milli línanna og spjalla um yndislestur á léttu nótunum. Lesin er ein bók á mánuði sem er svo rædd fyrsta fimmtudag í mánuði á fundum klúbbsins. Allar […]
Vínartónleikar Elju

Kammersveitin Elja býður upp á hátíðlega tónlistarveislu í Salnum þann 30. desember þar sem fluttir verða vínarvalsar í boði seinni Vínarskólans ásamt öðrum glæsilegum kammerverkum frá 20. öld.
Foreldramorgunn í Gerðarsafni

Foreldrum og ungum börnum þeirra er boðið að eiga saman notalega stund í fræðslurými Gerðarsafns, tvo fimmtudaga í mánuði.Heitt á könnunni, ýmis þroskaleikföng, bláu kubbarnir og teppi fyrir krílin verða á staðnum. Nóg pláss fyrir vagna og kerrur!Tilvalið tækifæri til að hitta aðra foreldra með ung börn og dvelja á safninu í ró og næði.
Ljósasmiðja | Fjölskyldustund á laugardegi

Verið velkomin á skemmtilega ljósasmiðju laugardaginn 7. desember frá 13-15 í Gerðarsafni. Helga Páley myndlistarmaður sér um smiðjuna og gerir allskonar tilraunir með ljósum með börnum. Lýsum upp skammdegið! Smiðjan hefst klukkan 13 og varir til klukkan 15. Á þeim tíma er hægt að koma hvenær sem er og dvelja eins lengi og hentar hverjum […]