Nordic Affect

Hinn rómaði tónlistarhópur Nordic Affect kemur fram á hádegistónleikum í Salnum og flytur tónlist sem hverfist um hafið, barokkverk og þjóðlög í bland. Selshamur, fárviðri, hafballaða og margt fleira kemur við sögu en sérstakir gestir verða Ian Wilson blokkflautuleikari og Eyjólfur Eyjólfsson söngvari sem jafnframt leikur á langspil og hvannarflautu. Nordic Affect hefur komið sér […]

Valdimar og Örn Eldjárn

Valdimar Guðmundsson hefur á síðustu árum haslað sér völl sem einn af ástsælustu söngvurum þjóðarinnar. Hann sló fyrst í gegn með plötunni Undraland með hljómsveit sinni, Valdimar og eftir það hefur hann sungið lög úr ýmsum áttum sem hafa ratað á vinsældarlista útvarpsstöðva landsins. Örn Eldjárn Kristjánsson hefur alla tíð sótt innblástur í náttúru Íslands. […]

Óvænt svörun

Cauda Collective frumflytur verk eftir Hafdísi Bjarnadóttur, Hauk Gröndal, Samúel Samúelsson og Sigrúnu Jónsdóttur

Þorpið sefur

Hildigunnur Einarsdóttir og Guðrún Dalía Salómonsdóttir

Leslyndi með Hallgrími Helgasyni

Leslyndi hverfist um yndislestur og uppáhaldsbækur. Þjóðþekktir bókaunnendur stíga á stokk og deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum. Ævintýri og ástarsögur, dagbækur og draumráðningar, sígildar sögur og samtímaverk, orðið er frjálst. Hallgrímur Helgason, rithöfundur, mætir á Bókasafn Kópavogs í desemberbyrjun og fjallar um nokkrar bækur sem hafa skilið eftir spor. Aðgangur er ókeypis og öll […]

Leslyndi með Bergþóru Snæbjörnsdóttur

Leslyndi hverfist um yndislestur og uppáhaldsbækur. Þjóðþekktir bókaunnendur stíga á stokk og deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum. Ævintýri og ástarsögur, dagbækur og draumráðningar, sígildar sögur og samtímaverk, orðið er frjálst. Bergþóra Snæbjörnsdóttir, rithöfundur, mætir á Bókasafn Kópavogs í nóvember og fjallar um nokkrar uppáhaldsbækur. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm […]

Bolasmiðja með Bacterial Girls

Í sumar hefur hópurinn Bacterial Girls tekið bakteríusýni af mörgum af helstu kennileitum Kópavogs og ræktað þau. Mynstrin sem bakteríurnar mynda eru svo skönnuð inn og mynda þau skapalón. Verkið sýnir hvernig bakteríur lifa í sínu míkrókosmósi, þar sem ótal einstaklingar sameinast og vinna saman sem endurspeglar líf okkar. Á þessari smiðju er í boði […]

Bolasmiðja með Bacterial Girls

Í sumar hefur hópurinn Bacterial Girls tekið bakteríusýni af mörgum af helstu kennileitum Kópavogs og ræktað þau. Mynstrin sem bakteríurnar mynda eru svo skönnuð inn og mynda þau skapalón. Verkið sýnir hvernig bakteríur lifa í sínu míkrókosmósi, þar sem ótal einstaklingar sameinast og vinna saman sem endurspeglar líf okkar. Á þessari smiðju er í boði […]

KRULLURNAR ÞRJÁR

Þríeykið Krullurnar þrjár samanstendur af Önyu Hrund Shaddock, Benedikt Gylfasyni og Kjalari Martinssyni Kollmar. Þríeykið Krullurnar þrjár vinnur að gerð stuttskífu í sumar. Lögin eru með íslenskum textum og í diskó-fönk stíl í anda ABBA, Boney M, Bee Gees og Earth, Wind and Fire. Hópurinn sér um að semja, útsetja og taka upp plötuna. Íslenskt […]

Svanasöngur Schuberts

Baritónsöngvarinn Jóhann Kristinsson og píanóleikarinn Ammiel Bushakevitz flytja Svanasöng, eitt af meistaraverkum Schuberts.