Sófaspjall um andleg mál

Sigurlaug Guðmundsdóttir býður okkur í notalegt sófaspjall um andleg mál og fordóma gegn þeim. Sigurlaug leiðir spjallið og fer vítt og breitt um hvaðeina sem sem varðar duldu málefnin. Öll velkomin meðan húsrúm leyfir. Spurningar sem við veltum upp eru m.a.-Hvað felst í orkunni?-Hvaða máli skiptir hvernig við hugsum?-Hvað er skyggni?-Hvað eru bænir?-Hvað er ímyndunaraflið […]
Sófaspjall um andleg mál

Sigurlaug Guðmundsdóttir býður okkur í notalegt sófaspjall um andleg mál og fordóma gegn þeim. Sigurlaug leiðir spjallið og fer vítt og breitt um hvaðeina sem sem varðar duldu málefnin. Öll velkomin meðan húsrúm leyfir. Spurningar sem við veltum upp eru m.a.-Hvað felst í orkunni?-Hvaða máli skiptir hvernig við hugsum?-Hvað er skyggni?-Hvað eru bænir?-Hvað er ímyndunaraflið […]
Dansiball með Fjaðrafoki

Hljómsveitin Fjaðrafok heldur tónleika og ball með danskennslu í anddyri Salarins í Kópavogi. Hver tími hefur sína partýtónlist og á millistríðsárunum var það dunandi sveifla sem tryllti lýðinn. Hljómsveitin Fjaðrafok hefur einsett sér að endurvekja þessa stemningu með tónlist frá þeim tíma. Hljómsveitin verður með tónleika í anddyri Salarins í Kópavogi þar sem allir eru […]
Bókaspjall

Benný Sif Ísleifsdóttir, Bjarni Snæbjörnsson og Guðrún Eva Mínervudóttir verða gestir Guðrúnar Sóleyjar Gestsdóttur í árlegu bókaspjalli Bókasafns Kópavogs. Þau lesa brot úr glænýjum skáldsögum sínum og taka þátt í líflegum samræðum um skáldverk sín sem eru Speglahúsið eftir Bennýju Sif Ísleifsdóttur, Mennska eftir Bjarna Snæbjörnsson og Í skugga trjánna eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Boðið […]
Nú er laufið fölnað

Bryndís Guðjónsdóttir og Eva Þyri Hilmarsdóttir flytja lög og ljóð eftir konur á hádegistónleikum í Salnum í Kópavogi. Lögin, sem eru allt of sjaldan flutt, spanna yfir rúma öld í tónlistarsögunni, þau elstu eru frá aldamótum 1900 og þau yngstu glæný. Á meðal tónskálda sem eiga verk á efnisskrá eru: – Elísabet Jónsdóttir (1869 – […]
Hýrar hátíðir – Hinsegin hátíðartónleikar
Hvað er hýrara en hátíðirnar? Marglit ljós, glitrandi stjörnur, litskrúðugir pakkar og óvæntir glaðningar! Söngvararnir Helga Margrét, Vigdís Þóra og Villi Ósk færa þér ylhýr jólalög ásamt frábærri hljómsveit. Öll hýrustu jólalögin, lög eftir hinsegin tónskáld og flytjendur, ásamt öllum okkar uppáhalds lögum. Fylltu hjartað af kærleika, tilhlökkun og öllum litum regnbogans. Hugljúf og skemmtileg […]
Kjalar – Kveðjutónleikar

Undanfarin misseri hefur tónlistarmaðurinn Kjalar stigið fram í sviðsljósið og spilað sig inn í hjörtu margra landsmanna. Með þátttöku sinni í Idol og Söngvakeppninni veturinn 2023 stimplaði hann sig inn sem frábæran nýliða í íslensku tónlistarsenunni. Síðan þá hefur hann komið fram víða og fengið að njóta sín sem söngvari, píanóleikari og lagahöfundur. Nú í […]
Fjölskylduafró, dans- og trommusmiðja

Sandra og Mamady Sano frá Dans Afríka – Iceland verða með fjölskylduafró á Bókasafni Kópavogs. Börn og foreldrar fá að kynnast ævintýraheimi Gíneu vestur- Afríku í gegnum dans, trommuleik og söng Öll velkomin Smiðjan er hluti af verkefninu Bókasafnið í fjölmenningarlegu samfélagi og er styrkt af bókasafnasjóði og Nordplus.
Sýrt og pæklað á Lindasafni

Súrkálsdrottningin Dagný Hermannsdóttir fer yfir grunnaðferðir við að sýra og pækla grænmeti, fræðir okkur um hollustu og notkunarmöguleika ásamt því hvaða hráefni hentar best. Þátttakendur fá tækifæri til að útbúa sína eigin krukku með grænmeti úr haustuppskeru matjurtagarðs Lindasafns. Krukkur verða seldar á staðnum en velkomið að koma með sína eigin smellukrukku (ca 800 ml […]
Ritsmiðja: skrifað út frá staðsetningu

Skáldin og sviðslistakonurnar Eva Rún og Ragnheiður Harpa kenna ritsmiðju þar sem unnið er með að skrifa út frá staðsetningu. Smiðjan fer fram mánudagana 14. okt og 21. október kl 17 – 20 í bókasafni Kópavogs. Í ritsmiðjunni verða gerðar tilraunir í skrifum út frá vissum staðsetningum. Þemað að þessu sinni er Kópavogur. Þátttakendur munu […]
Together | Fjöltyngd smiðja | Adinkra – afrísk tákn

Velkomin í fjöltyngda smiðju sem leiðir saman menningarheima í gegnum afrísk tákn frá Gana! Í þessari spennandi fjölskyldusmiðju fá þátttakendur tækifæri til að prenta tákn á textíl í samræmi við hefðir Asante fólksins í Gana. Adinkra táknin eiga sér langa sögu innan ganískrar menningar. Þau eru oft notuð til að skreyta hluti eins og skartgripi, […]
Vísindaskólinn | Vísindin á bak við haustlitina

Komdu og taktu þátt í spennandi tilraun þar sem við skoðum vísindin á bak við haustlitina! Í Vísindaskóla Náttúrufræðistofu Kópavogs þarf ekki að sækja um inngöngu heldur bara mæta! Í skólanum framkvæmum við tilraunir og fræðumst um náttúruna á skemmtilegan hátt. Þar fá öll að gerast vísindamenn, framkvæma tilraun, fræðast, skoða og draga ályktanir. Viðfangsefni […]