List og náttúra

List og náttúra er einföld smiðja einn miðvikudag í mánuði frá kl. 16-17 í Náttúrufræðistofu Kópavogs. Smiðjan er liður af stærra verkefni sem unnið er í samstarfi Gerðarsafns og Náttúrufræðistofu Kópavogs. Tilgangurinn er að skapa tíma og rými fyrir samverustundir fjölskyldunnar eftir leikskóla eða skóla. Börnin vinna með náttúrulegan efnivið í listsmiðju undir leiðsögn myndlistarkennarans […]
Grímusmiðja með ÞYKJÓ

Litríkar furðuverur verða til í skemmtilegri grímusmiðju með ÞYKJÓ. Hrekkjavaka er á næsta leyti og af því tilefni býður Bókasafn Kópavogs börnum og fjölskyldum til skapandi samveru þar sem hægt er að töfra fram sinn eigin hrekkjótta furðufugl með aðstoð hönnuða ÞYKJÓ. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir. Fjölskyldustundir á […]
Kúkur, piss og prump – Sævar Helgi Bragason

Sævar Helgi verður gestur okkar í haustfríinu og mun kynna nýjustu bók sína Kúkur, piss og prump og les upp úr henni fyrir krakkana. Öll velkomin. Allt í náttúrunni er hluti af hringrás. Þú líka! Meltingin þín leikur nefnilega algjört lykilhlutverk þar. Heimurinn verður svo fallegur og forvitnilegur þegar við uppgötvum hvernig allt er tengt. […]
Leðurblökusmiðja

Við erum komin í hrekkjavökugírinn á bókasafninu og ætlum því að vera með leðurblökusmiðju í haustfríinu þar sem krakkar geta komið og búið til sína eigin leðurblöku bókamerki á Bókasafninu og lært allt um leðurblökur á skemmtilegri fræðslu frá Náttúrufræðistofu Kópavogs.
Hrekkjavökuperl

Í haustfríinu ætlum við að bjóða upp á hrekkjavökuperl á bókasafninu. Notalegt andrúmslögt og öll velkomin.
Skiptimarkaður fyrir hrekkjavökubúninga

Verið velkomin á búningaskiptimarkað á hrekkjavökunni! Á aðalsafni verður hægt að skiptast á hrekkjavökubúningum í öllum stærðum og gerðum. Gefðu gömlum búningum framhaldslíf og/eða taktu með þér annan í staðinn.
Skrímslasmiðja

Komdu og teiknaðu íslensku skrímslin og hjálpaðu okkur að skreyta barnadeildina fyrir Hrekkjavökuna. Í aðdragandanum að Hrekkjavökunni bjóðum við krökkum að koma og teikna fyrir okkur skrímslin úr íslensku þjóðsögunum. Getur þú teiknað hræðilega skrímslahvalinn Rauðhöfða? Eða skelfilegan útburð? Skoffín eða Skuggabaldur? Endilega kíktu í smiðju hornið og kynntu þér fróðleik um íslensku skrímslin og […]
Foreldramorgunn

Foreldrum og ungum börnum þeirra er boðið að eiga saman notalega stund í fræðslurými Gerðarsafns, tvo fimmtudaga í mánuði.Heitt á könnunni, ýmis þroskaleikföng, bláu kubbarnir og teppi fyrir krílin verða á staðnum. Nóg pláss fyrir vagna og kerrur!Tilvalið tækifæri til að hitta aðra foreldra með ung börn og dvelja á safninu í ró og næði.Aðgangur […]
Heimstónlist á bókasafninu | tónleikaröð

Venesúelsk þjóðlagatónlist á selló og quatro Dúettinn Galaxia Paraíso skipa tónlistarfólkið Algleidy Zerpa Canas og Alfredo Flores frá Venesúela. Þau eru búsett á Íslandi þar sem þau starfa að tónlist samhliða verkefnum tengdum kennslu og starfi með börnum og ungmennum. Algleidy spilar á selló, en Alfredo leikur á lítið strengjahljóðfæri upprunnið í Suður Ameríku sem […]
Heimstónlist á bókasafninu | tónleikaröð

Elham flytur okkur persneska tóna í tónleikaröð á Bókasafni Kópavogs sem tileinkuð er heimstónlist. Tónleikaröðin er hluti af verkefninu Bókasafnið í fjölmenningarlegu samfélagi og er styrkt af bókasafnasjóði og Nordplus. Frítt inn og öll velkomin með húsrúm leyfir. Elham Fakouri (hún/hennar) er persnesk tónlistarkona sem býr í Reykjavík. Hún útskrifaðist með meistaragráðu úr Sköpun, miðlun […]
Haltu mér – slepptu mér: lestur og bókaval ungmenna

Haltu mér – slepptu mér er fyrirlestraröð fyrir foreldra ungmenna á aldrinum 12-18 ára um ýmis málefni sem tengjast þroska og uppeldi unglinga með áherslu á áskoranir í nútímasamfélagi. Lestur og bókaval ungmennaJón Geir Jóhannsson, sérfræðingur frá Nexus, ræðir við foreldra um lestur og bókaval unglinga eins og það birtist þeim í Nexus. Hvað eru […]
Haltu mér – slepptu mér: kvíði ungmenna

Haltu mér – slepptu mér er fyrirlestraröð fyrir foreldra ungmenna á aldrinum 12-18 ára um ýmis málefni sem tengjast þroska og uppeldi unglinga með áherslu á áskoranir í nútímasamfélagi. Kvíði ungmennaBerglind Brynjólfsdóttir, sálfræðingur hjá Sálstofunni, ræðir um einkenni kvíða, hvað hægt er að gera til að aðstoða ungmenni með kvíða og forvarnir gegn honum. Berglind […]