Við erum vinkonur þrjár

Fjölskyldutónleikar fyrir allar kynslóðir.
Foreldramorgnar á Gerðarsafni

Foreldrum og ungum börnum þeirra er boðið að eiga saman notalega stund í fræðslurými Gerðarsafns, tvo fimmtudaga í mánuði. Heitt á könnunni, ýmis þroskaleikföng, bláu kubbarnir og teppi fyrir krílin verða á staðnum. Nóg pláss fyrir vagna og kerrur!Boðið verður upp á stutta sýningarleiðsögn kl. 11 fyrir þau sem vilja en annars er opið hús á […]
Hvað er náttúruvársérfræðingur?

Hvað er er erindaröð á vegum Náttúrufræðistofu Kópavogs. Sérfræðingar úr ýmsum áttum eru fengnir til að varpa ljósi á ólík hugtök og fyrirbæri og skýra þau út á mannamáli. Hér verður starf náttúruvársérfræðingsins í brennidepli. Hvað er eiginlega náttúruvársérfræðingar og hvað gera þau? Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni ætlar að fjalla um hvað felist í […]
Hvað er grænþvottur?

Hvað er er erindaröð á vegum Náttúrufræðistofu Kópavogs. Sérfræðingar úr ýmsum áttum eru fengnir til að varpa ljósi á ólík hugtök og fyrirbæri og skýra þau út á mannamáli. Hér verður fyrirbærið grænþvottur og birtingarmyndir hans skoðaðar út frá ýmsum sjónarhornum ásamt Birgittu Stefánsdóttur, umhverfisfræðingi hjá Umhverfisstofnun sem ætlar að svara því hvað grænþvottur sé […]
List og náttúra

Einföld smiðja eða leiðsögn fyrir börn miðvikudaga frá kl. 15-17 í Gerðarsafni. Verkefnið er unnið í samstarfi við Náttúrufræðistofu Kópavogs. Þorgerður, Hulda og Sævar halda utan um smiðjurnar. Fjölskyldur geta komið á hvaða tíma sem hentar innan þessa tímaramma, staldrað stutt við eða lengi. Náttúran verður skoðuð í gegnum linsu myndlistarinnar á mismunandi hátt og […]
Leiðsögn sýningarstjóra og listamanns | Fimmtudagurinn langi

Verið hjartanlega velkomin á leiðsögn með Hallgerði Hallgrímsdóttur og Kristínu Sigurðardóttur fimmtudaginn 29. febrúar kl. 18:30 í Gerðarsafni. Hallgerður er annar tveggja sýningarstjóra sýningarinnar Venjulegar myndir/Venjulegir staðir og Kristín sýnir verk á sýningunni. Aðgöngumiði á safnið gildir. Sýningin Venjulegir staðir/Venjulegar myndir birtir ljósmyndir Ívars Brynjólfssonar í samtali við verk Emmu Heiðarsdóttur, Haraldar Jónssonar, Joe Keys, Kristínar Sigurðardóttur, […]
Leyndardómar tarotspilanna

Íris Ann hefur notað tarotspil frá unga aldri og haldið fjölda námskeiða um hvernig nota megi spilin í daglegu lífi. Hér mun hún segja frá því hvernig hún notar spilin, hver saga þeirra er og hvað þau tákna fyrir henni. Að því loknu gefst tími til spurninga og spjalls. Íris Ann er ljósmyndari, listamaður, fyrrum […]
Síðdegisjazz með Olli Soikkeli og Birgi Steini

Hrífandi tónleikar með tveimur frábærum jazztónlistarmönnum
Vetrarfrí í Kópavogi

Njótum vetrarfrísins saman
Samtal | Ívar Brynjólfsson og Jón Proppé

Verið hjartanlega velkomin á samtal og leiðsögn Ívars Brynjólfssonar og Jóns Proppé listheimspekings um verk Ívars sunnudaginn 18. febrúar kl. 14:00 í Gerðarsafni. Á sýningunni Venjulegar myndir eru ljósmyndir Ívars Brynjólfssonar í samtali við verk Kristínar Sigurðardóttur, Lukasar Kindermann, Ragnheiðar Gestsdóttur og Tine Bek; myndlist sem sprettur úr túlkun mannverunnar á umhverfi sínu. Listamennirnir eiga […]
Eldfjallasmiðja í vetrarfríi

Hulda Margrét og Sævar Helgi á Náttúrufræðistofu Kópavogs taka á móti börnum í vetrarfríi í skemmtilegri eldfjallasmiðju. Að lokinni fjörugri fræðslustund um eldfjöll í fortíð og nútíð verður hægt að búa til sitt eigið eldfjall í eldfjallasmiðju. Allur efniviður verður á staðnum og öll velkomin á meðan sætarúm leyfir. Smiðjan fer fram í Gerðarsafni, í […]
Kórónusmiðja í vetrarfríinu

Dúskar, fjaðrir, slaufur og strá. Búum saman til skemmtilegar kórónur úr litríkum og skemmtilegum efnivið í vetrarfríinu. Allur efniviður á staðnum og aðgangur er ókeypis. Þorgerður Þórhallsdóttir og Örn Alexander Ámundason sjá um smiðjuna. Hlökkum til að sjá ykkur!