Logar í skýjum

Logar í skýjum er heiti vortónleika Karlakórs Kópavogs að þessu sinni. Við fögnum logandi vorsólarlaginu með söngvum um logandi tilfinningar, ást, eftirsjá, vonir, þrár, söknuður, svik og sættir. Til að kynda ennfrekar í öllu þessum glæðum verður með okkur einvala lið listamanna, Viðar Gunnarsson bassi, Gissur Páll Gissurarson tenór og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari. Brennustjóri er […]
Rabbað um erfðamál

Fræðsluerindi um erfðarétt og erfðamál með Elísabet Pétursdóttur, lögmanni hjá Lögfræðiþjónustu Hafnarfjarðar Elísabet mun fara yfir ýmis hagnýt atriði er varða erfðarétt. Meðal þess sem farið verður í, er hvenær heimild fæst til setu í óskiptu búi og hvað sá sem situr í óskiptu búi má gera meðan búinu hefur ekki verið skipt. Þá er […]
Leiðsögn listamanns og sýningarstjóra | Þór Vigfússon og Heiðar Kári Rannversson

Verið velkomin á leiðsögn Þórs Vigfússonar og Heiðars Kára Rannverssonar sýningarstjóra laugardaginn 27. apríl kl. 13:00 í Gerðarsafni. Eftir leiðsögnina í Gerðarsafni verður gengið saman yfir í Y gallerí í Hamraborg þar sem leiðsögnin mun halda áfram en þar eru einnig til sýnis verk eftir Þór. Á sýningunni Tölur, staðir má sjá og upplifa nýja […]
Barnamenningarhátíð í Kópavogi

Brúðuleikhús, kórpartý, krakkajóga og lúðrastuð. Verið hjartanlega velkomin á Barnamenningarhátíð í Kópavogi, laugardaginn 27. apríl. Við erum komandi kynslóðirFjörug tónlistardagskrá í Salnum 12:00 – 12:40Krakkakór Kársness, Stórikór Kársness og Skólakór KársnessStjórnandi: Álfheiður Björgvinsdóttir 13:00 – 13:25Skólahljómsveit Kópavogs ásamt Sölku Sól (á útisvæði)Stjórnandi: Össur Geirsson 13:30 – 13:50Barnakór og Skólakór SmáraskólaStjórnand: Ásta Magnúsdóttir 14:00 – 14:25Kór […]
Kársnes. Úr ræktarlandi í nútímabyggð

Anna María Bogadóttir arkitekt bregður ljósi á sögu Kársnessins en erindi hennar byggir á vinnu við byggðakönnun fyrir Kársnes. Í máli og myndum verður farið yfir sérstöðu byggðar í sögulegu, skipulagslegu, hugmyndafræðilegu og umhverfislegu samhengi. Fyrirlesturinn fer fram í forsal Salarins. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin. Um Önnu Maríu: Anna María er arkitekt og […]
Krakkaleiðsögn á sumardegi

Örn Alexander Ámundason myndlistarmaður býður upp á krakkaleiðsögn um sýningar Sóleyjar Ragnarsdóttur og Þórs Vigfússonar, Hjartadrottningu og Tölur, staðir sem nú standa yfir í Gerðarsafni. Aðgangur á leiðsögnina er ókeypis og krakkar og fjölskyldur hjartanlega velkomin. —— Á sýningunni Hjartadrottning birtist áhorfendum heillandi hugar- og efnisheimur myndlistarkonunnar Sóleyjar Ragnarsdóttur. Ofurskrautleg málverk og skúlptúrar af ýmsum stærðum og […]
List og náttúra – listsmiðja fyrir börn

List og náttúra í Gerðarsafni og Náttúrufræðistofu Kópavogs Einföld smiðja eða leiðsögn fyrir börn miðvikudaga frá kl. 15-17 í Gerðarsafni. Verkefnið er unnið í samstarfi við Náttúrufræðistofu Kópavogs. Þorgerður, Hulda og Sævar halda utan um smiðjurnar. Fjölskyldur geta komið á hvaða tíma sem hentar innan þessa tímaramma, staldrað stutt við eða lengi.Náttúran verður skoðuð í […]
Leslyndi með Lilju Sigurðardóttur

Leslyndi hverfist um yndislestur og uppáhaldsbækur. Þjóðþekktir rithöfundar stíga á stokk og deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum. Ævintýri og ástarsögur, dagbækur og draumráðningar, sígildar sögur og samtímaverk, orðið er frjálst. Lilja Sigurðardóttir, glæpasagnadrottning kemur í heimsókn á Bókasafn Kópavogs í síðustu Leslyndisstundina fyrir sumarið og segir frá nokkrum af sínum uppáhaldsbókum. Aðgangur er ókeypis […]
Leslyndi með Lilju Sigurðardóttur

Leslyndi hverfist um yndislestur og uppáhaldsbækur. Þjóðþekktir rithöfundar stíga á stokk og deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum. Ævintýri og ástarsögur, dagbækur og draumráðningar, sígildar sögur og samtímaverk, orðið er frjálst. Lilja Sigurðardóttir, glæpasagnadrottning kemur í heimsókn á Bókasafn Kópavogs í síðustu Leslyndisstundina fyrir sumarið og segir frá nokkrum af sínum uppáhaldsbókum. Aðgangur er ókeypis […]
Sjálfsmyndir og minningar

Gunnþórunn Guðmundsdóttir bókmennafræðingur fjallar um minningar, sjálfsmyndir og tengsl þeirra við efnislega hluti í hádegisspjalli á Gerðarsafni. Erindið er haldið í tilefni af sýningu Sóleyjar Ragnarsdóttur, Hjartadrottningu, þar sem servíettusöfn allt frá miðri síðustu öld mynda hugmyndalegan grunn sýningarinnar. Fyrirlestur Gunnþórunnar fer fram inni i sýningu Sóleyjar. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á […]
Plöntuskiptidagur Garðyrkjufélags Íslands

Árlegur plöntuskiptidagur Garðyrkjufélags Íslands fer fram við aðalsafn laugardaginn 1. júní kl. 12-15. Komdu með pottaplöntur og afleggjara, inniblóm og útiblóm, stór og smá og taktu plöntu með þér heim í staðinn. Allt grænt og vænt velkomið!
Dr. Bæk í Kópavogi

Dr. Bæk verður við Náttúrufræðistofu Kópavogs, laugardaginn 4. maí frá 13 – 15, og býður upp á fría ástandsskoðun á hjólum. Doktorinn kemur með farandskoðunarstöðina sína, pumpu, olíur og nokkra skiptilykla,skoðar hjólin og vottar heilsu þeirra. Alls konar spurningar leyfðar. Hlökkum til að sjá ykkur í sumarblíðunni.