Tölur, staðir Þór Vigfússon

Á sýningunni Tölur, staðir má sjá og upplifa nýja innsetningu eftir myndlistarmanninn Þór Vigfússon sem hann vinnur sérstaklega með sýningarsal Gerðarsafns í huga. Sýningin samanstendur af fjölda jafnstórra ferninga úr lituðu gleri sem dreifast um veggi salarins eftir ákveðinni reglu og mynda víxlverkun milli forma, lita og rýmis. Við fyrstu sýn virðist sýning Þórs lítillát […]

Dúfur og dirrindí | Sumarsmiðja

Fögnum saman upphafi sumars í yndislegri dúfusmiðju. Gerum saman litlar og fallegar dúfur úr silkipappír, stenslum, spotta og priki. Að smiðju lokinni verður hægt að taka dúfuna með sér heim og leyfa henni að flögra um loftin blá. Smiðjan hefst klukkan 13 og varir til klukkan 15. Á þeim tíma er hægt að koma hvenær […]

List og náttúra | Loftsteinar og vígahnettir

Handleikum lofsteina og sjáum þegar vígahnettir springa með látum! Sævar Helgi Bragason sérfræðingur hjá Náttúrufræðistofu Kópavogs verður með vísindasmiðju fyrir börn og fjölskyldur í Gerðarsafni miðvikudaginn 27. mars kl. 13-15. List og náttúra er verkefni sem er unnið í samstarfi við Náttúrufræðistofu Kópavogs. Náttúran erskoðuð í gegnum linsu myndlistarinnar á mismunandi hátt og sjónum beint […]

Foreldramorgnar á fimmtudögum

Foreldrum og ungum börnum þeirra er boðið að eiga saman notalega stund í fræðslurými Gerðarsafns, tvo fimmtudaga í mánuði.Heitt á könnunni, ýmis þroskaleikföng, bláu kubbarnir og teppi fyrir krílin verða á staðnum. Nóg pláss fyrir vagna og kerrur!Boðið verður upp á stutta sýningarleiðsögn kl. 11 fyrir þau sem vilja en annars er opið hús á […]

Bókabeitan og skvísubækurnar

Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir, eigendur bókaútgáfunnar Bókabeitunnar, spjalla um hið frábæra bókmenntaform skvísubækur. Marta og Birgitta hafa sjálfar þýtt fjölda bóka sem falla undir þann flokk og gefið út undir merkjum Bjartar bókaútgáfu. Óhætt er að kasta fram að þessi flokkur bóka er einn sá vinsælasti á bókasöfnum landsins og veitir glæpasögum […]

Leiðsögn | Venjulegir staðir/Venjulegar myndir | Einar Garibaldi

Einar Garibaldi Eiríksson verður með leiðsögn um sýninguna Venjulegir staðir/Venjulegar myndir laugardaginn 23. mars kl. 14:00 í Gerðarsafni. Öll eru hjartanlega velkomin. Ljósmyndin er magnað fyrirbæri. Svo ótrúlega flöt, bara doppur á blaði eða skjá. Föst í annarri víddinni, þar sem bæði töfra hennar og takmarkanir er að finna. Samt vekur hún upp tilfinningu fyrir […]

Kvintettinn Kalais

Kvintettinn Kalais heldur tónleika í Salnum sunnudaginn 12. maí klukkan 13:30. Kvintettinn Kalais er skipaður hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, þeim Martial Nardeau flautuleikara, Matthíasi Nardeau óbóleikara, Grími Helgasyni klarínettleikara, Emil Friðfinnssyni hornleikara og Brjáni Ingasyni fagottleikara. Þeir félagar munu leika tvö verk eftir Martial, flautuleikara hópsins. Annað verkið nefnist  Divertissement eða Gletta, en hitt Missir […]

Visita guiada en Español | Leiðsögn á spænsku

Visita guiada en Español Hugo Llanes myndlistarmaður verður með leiðsögn um sýninguna Venjulegir staðir/Venjulegar myndir á spænsku sunnudaginn 24. Mars kl. 13:00. Öll eru velkomin en athugið að leiðsögnin er einungis á spænsku. Exposición colectiva “Lugares usuales / Fotografías Normales”. Hugo Llanes, artista y facilitador cultural dará una visita guiada  en español sobre la exposición […]

Síðdegisjazz með Rory Stuart og Sunnu Gunnlaugs

Rory Stuart og Sunna Gunnlaugs taka höndum saman á spennandi tónlistarstefnumóti í Salnum. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir. Tónleikarnir eru styrktir af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar. Jazzgítarleikarinn og tónskáldið Rory Stuart er búsettur í New York. Hann hefur hlotið frábæra dóma fyrir spilamennsku sína og verið nefndur einn besti […]

Tala og spila

Talar þú smá íslensku og vilt æfa þig? Komdu að spila og tala íslensku á aðalsafni Bókasafns Kópavogs, alla laugardaga frá 11:00 – 12:30. Kaffi og kósý, kostar ekkert. Velkomin! Viðburðaröðin Tala og spila er hluti af verkefninu Bókasafnið í fjölmenningarlegu samfélagi og er styrkt af Bókasafnasjóði, Nordplus og jafnréttis- og mannréttindasjóði Kópavogsbæjar og í […]