Í kringum árið 1980 varð Kópavogur vagga pönksins og Félagsheimilið í Kópavogi helsti vettvangur þess. Gunnar Lárus Hjálmarsson, Dr. Gunni, tók virkan þátt í tónlistarsenunni í Kópavogi og leiðir hér rómaða göngu um söguslóðir pönksins. Gangan hefst við Bókasafn Kópavogs. Öll hjartanlega velkomin og aðgangur ókeypis.
Dr. Gunni (Gunnar Lárus Hjálmarsson) er fæddur í Kópavogi árið 1965 og byrjaði snemma að gutla í tónlist eftir að hann gerðist Bítlaaðdándi um miðjan 8. áratuginn. Ákveðin kúvending varð þegar hann heyrði í Fræbbblunum í Kópavogsbíói 1979. Hann kom fyrst fram með hljómsveit (Dordinglar) á sama stað 1980. Síðan þá hefur hann komið víða við, spilað, sungið, samið og fjallað um tónlist.
Menning á miðvikudögum er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.