22.feb 12:15 - 13:00

„Þau vilja norræn andlit, norrænt hár og norræna list“

Gerðarsafn

Sólveig Ásta Sigurðardóttir fjallar um Langston Hughes og norræna nýlendustefnu. Fyrirlesturinn er haldinn í tengslum við sýninguna Að rekja brot sem nú stendur yfir í Gerðarsafni.

Í upphafi 20. aldar fjallaði bandaríski höfundurinn Langston Hughes um áhrif norrænnar nýlendustefnu á kynþáttahyggju.

Í Menningu á miðvikudögum ræðir Sólveig Ásta Sigurðardóttir, bókmenntafræðingur, um tilraunir Hughes til að draga fram virkni hvítleika og arfleifð norrænnar nýlendustefnu í skáldskap og samfélaginu. 

Fyrirlesturinn er haldinn í tengslum við sýninguna Að rekja brot sem nú stendur yfir í Gerðarsafni.

Aðgangur á fyrirlesturinn er ókeypis og öllum heimill svo lengi sem húsrúm leyfir.

Sólveig Ásta Sigurðardóttir er stundakennari við íslensku- og menningardeild við Háskóla Íslands. Hún er með doktorspróf í ensku og bókmenntum frá Rice-háskóla í Bandaríkjunum, er meðlimur í kvenna- og kynjafræðistofnun skólans auk þess að vera þátttakandi í norræna rannsóknarverkefninu „Transatlantic Slavery and Abolition in the Nordic Region, 1700-1920“.

Menning á miðvikudögum er styrkt af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Fyrirlesturinn er hluti af hádegisviðburðaröð í tengslum við sýninguna Að rekja brot vorið 2023.

Miðvikudagur 22.febrúar: „Þau vilja norræn andlit, norrænt hár og norræna list“. Sólveig Ásta Sigurðardóttir, bókmenntafræðingur


Miðvikudagur 8. mars: (Ó)sýnileiki. Tengsl við fortíð í brothættri samtíð. Kristín Loftsdóttir, mannfræðingur


Miðvikudagur, 29. mars: Að afmiðja hvítleika í listum. Chanel Björk Sturludóttir, baráttu- og fjölmiðlakona


Miðvikudagur, 12. apríl. Um ritskoðun og þöggun. Natasha S, rithöfundur




Langston Hughes and Nordic colonial analysis. 

At the dawn of the 20th century, the author Langston Hughes unpacked the legacies of Nordic colonialism on racial structures of power through various literary forms. In this talk Sólveig Ásta Sigurðardóttir will centre on Hughes’s writing and his literary experiments with highlighting whiteness and the operating legacies of Nordic colonialism on society. 

The talk is in Icelandic.

Free entry and everybody welcome.

Deildu þessum viðburði

02
apr
Bókasafn Kópavogs
16
apr
Salurinn
30
apr
Salurinn
07
maí
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

20
feb
17
apr
Gerðarsafn
14
mar
Salurinn
14
mar
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

15
mar
Salurinn
15
mar
Salurinn
15
mar
Bókasafn Kópavogs
16
mar
Salurinn
17
mar
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
12:00

Stólajóga

17
mar
Bókasafn Kópavogs
17
mar
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Gerðarsafn

20
feb
17
apr
Gerðarsafn
19
mar
Náttúrufræðistofa Kópavogs
21
mar
Gerðarsafn
23
mar
23
feb
Gerðarsafn
14:00

Leiðsögn

27
mar
Gerðarsafn
28
mar
Gerðarsafn

Sjá meira