Menningarstyrkir

Árlega styrkir Kópavogsbær einstaklinga, hópa og hátíðir úr lista- og menningarsjóði bæjarins.

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr lista- og menningarsjóði vegna verkefna á næsta ári.

Hlutverk sjóðsins er að efla menningarlífið í Kópavogi í samræmi við menningarstefnu bæjarins. Styrkir eru veittir til einstaklinga, listhópa, félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana á sviði lista, hönnunar eða arkitektúrs.

Við mat á umsóknum verður sérstaklega litið til verkefna og viðburða sem þjóna íbúum í sem flestum hverfum bæjarfélagsins og falla að menningarstefnu bæjarins.

Umsækjendur verða að sýna fram á gildi verkefnisins fyrir lista- og menningarlífið í Kópavogi, getu til að hrinda verkefninu í framkvæmd og leggja fram skýra fjárhagsáætlun. 

Lista- og menningarráð fer yfir umsóknir.

Umsóknareyðublöð og úthlutunarreglur má nálgast hér á síðunni. Nánari upplýsingar veitir Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála í Kópavogi, í gegnum netfangið: soffiakarls(hja)kopvogur.is.

Hægt er að sækja um styrki í gegnum þjónustugátt á heimasíðu Kópavogsbæjar.

Umsóknafrestur er til 23. október árlega.

Greinagerð skal skilað þegar viðkomandi verkefni er að fullu lokið í samræmi við styrksamning styrkþega og Kópavogsbæjar. Hægt er að fylla út greinagerðina og senda hana sem viðengi á netfangið soffiakarls@kopavogur.is.