Fugl einmánaðar er hrafn

Þá er komið að fugli einmánaðar hér á Náttúrufræðistofunni en það er hrafninn. En einmánuður er síðasti vetrarmánuðurinn í gamla norræna tímatalinu.
Hrafninn, eða krummi eins og hann er oft kallaður í daglegu tali, hefur um langt árabil verið mikill einkennisfugl Íslands og allir landsmenn þekkja þennan stóra svarta fugl sem bæði er elskaður og hataður. Hann er meðal fyrstu fugla til að hefja varp sem byrjar jafn vel um mánaðamót mars og apríl. Líkt og hjá öðrum fuglum klekjast ungarnir úr eggjum þegar fæðuframboð er í hámarki. Helsta fæða hrafnsunga er egg annarra fugla. Hreiður hans kallast laupur, og er gert úr greinum og alls kyns drasli en hreiðurskálin er svo fóðruð með mosa, sinu og jafnvel ullarlögðum. Því er alla jafna valinn staður í klettum þar sem erfitt er að komast að því.
Hrafninn er stærstur íslenskra spörfugla og finnst um allt land. Hann er nokkuð áberandi þó ekki sé stofninn stór en að vori verpa hér um 2.500 pör. Hann er líka mjög útbreiddur og finnst á norðurhveli allt í kring um hnöttinn.
Fáir fuglar koma jafn oft fyrir í spádómum og þjóðtrú og hrafninn. Hann er talinn spá fyrir um afar mismunandi atburði einkum þó feigð manna og veðurfar: „Hrafn sem flýgur þegjandi yfir fólk í heyskap boðar þurrk en krunki hann fer að rigna“ „Hrafnar sem fljúga á móti manni þegar farið er að heiman boða illt en gott fljúgi þeir með manni“.
Litskrúð er kannski ekki það fyrsta sem fólki kemur í hug þegar hrafn er nefndur, en úr bládröfnóttum eggjum koma eldrauðir og dúnlausir ungar sem fá svo svarbrúnan lit á dúni og fiðri er þeir eldast. Ungfuglar eru brúnni á lit en þeir fullorðnu og þeir eru einnig án málmgljáa. Kok þeirra er einnig rautt, en svart á fullorðnum hröfnum.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

11
jan
Bókasafn Kópavogs
11
jan
Bókasafn Kópavogs
11
jan
Gerðarsafn
12
jan
Salurinn
13:30

Hamskipti

12
jan
Gerðarsafn
13
jan
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
14
jan
Bókasafn Kópavogs
15
jan
Bókasafn Kópavogs
15
jan
Bókasafn Kópavogs
16:30

Myndgreining

16
jan
Bókasafn Kópavogs
17
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

Sjá meira