Fugl skerplu er hrossagaukur

Skerpla er annar mánuður í sumri samkvæmt gamla norræna tímatalinu og stendur frá 22. maí til 20. júní. Á þessum tíma hafa flestir fuglar hafið varp. Hrossagaukurinn er einn af þeim fuglum sem er bæði algengur og áberandi. Hann helgar sér landsvæði (óðal) og innan þess er hreiðrið. Óðalið ver hrossagaukurinn með einkennandi fluglagi og hneggi umhverfis svæðið.
Hrossagaukur er útbreiddur fugl og finnst allt í kring um norðurpól og einnig í Suður-Ameríku og sunnanverðri Afríku. Hneggið heyrist þegar fuglinn er á flugi, tekur dýfu og glennir út stélið, en við það beinist loftstraumur að ystu stélfjöðrunum sem titra og mynda hið sérkennilega hljóð.
Spádómar: Hver sá er heyrir í fyrsta sinn hnegg hrossagauksins skal athuga úr hvaða átt það kemur en hún segir til um auðnu manns á komandi ári. Sé hneggið úr austri ertu auðs gaukur, úr suðri sæls gaukur, úr norðri náms gaukur en úr vestri vesæls gaukur. Hneggi hann uppi ertu unaðs gaukur en niðri nágaukur. Þjóðsögur Jóns Árnasonar.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

11
jan
Bókasafn Kópavogs
11
jan
Bókasafn Kópavogs
11
jan
Gerðarsafn
12
jan
Salurinn
13:30

Hamskipti

12
jan
Gerðarsafn
13
jan
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
14
jan
Bókasafn Kópavogs
15
jan
Bókasafn Kópavogs
15
jan
Bókasafn Kópavogs
16:30

Myndgreining

16
jan
Bókasafn Kópavogs
17
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

Sjá meira