Lifandi jólaskraut

Þegar líður á aðventuna berast okkur undantekningalaust fyrirspurnir um ýmis smádýr sem slæðst hafa til landsins með innfluttum jólatrjám.
mynd230.JPG
Oftar en ekki er um að ræða svokallaðar skortítur sem lifa m.a. á að sjúga safa úr barrnálum. Þessi dýr geta verið mjög litfögur og skrautleg og oftar en ekki í hefðbundnum jólalitum, græn, rauð og jafnvel málmgljáandi eins og sú á myndinni hér til hliðar. Mjög er þó misjafnt hve hrifnir eigendur jólatrjánna eru af hinum fagurlituðu gestum sínum.
Skortítan sem hér um ræðir er væntanlega af tegundinni Zicrona caerulea og ber nafnið Blå bredtæge á dönsku / Blue Bug á ensku og gæti því heitið blátíta á íslensku. Þetta er rándýr sem nærist aðallega á bjöllulirfum. Á þessari síðu má finna nokkrar upplýsingar um þetta dýr.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

05
apr
Bókasafn Kópavogs
05
apr
Gerðarsafn
05
apr
Gerðarsafn
07
apr
Bókasafn Kópavogs
07
apr
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
12:00

Stólajóga

08
apr
Bókasafn Kópavogs
08
apr
Bókasafn Kópavogs
08
apr
Bókasafn Kópavogs
09
apr
Bókasafn Kópavogs
09
apr
Salurinn
10
apr
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira