Vöktun Þingvallavatns kynnt á Hrafnaþingi

Miðvikudaginn 15. febrúar s.l. flutti Haraldur R. Ingvason líffræðingur á Náttúrufræðistofu Kópavogs, erindið „Vöktun Þingvallavatns“ á Hrafnaþingi Náttúrufræðistofnunar Íslands að Urriðaholtsstræti 6-8, Garðabæ.
Reglubundin vöktun á lífríki og vatnsgæðum Þingvallavatns hófst árið 2007 þegar Umhverfisstofnun, Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur og Þjóðgarðurinn á Þingvöllum gerðu með sér samkomulag þar að lútandi. Markmið vöktunarinnar er að kortleggja ástand og breytingar sem kunna að verða á lífríki, efna- og eðlisþáttum vegna hugsanlegra álagsþátta. Samkvæmt samkomulaginu hefur Náttúrufræðistofa Kópavogs sinnt vöktun á umhverfisþáttum, s.s. vatnshita, sýrustigi (pH) og rafleiðni, sem og lífverum í svifvist með áherslu á svifþörunga og svifkrabbadýr. Náttúrufræðistofan sinnir einnig rannsóknum á murtu í samvinnu við Veiðimálastofnun.
Í erindinu var fjallað um verkefnið og helstu niðurstöður þess kynntar. Sérstöku ljósi var beint að svifþörungum, þar sem niðurstöður benda til að aukning hafi orðið í magni þeirra frá því sem var á árabilinu 1970-1980. Þá var fjallað um árstíðasveiflur í vatnshita, hitalagskiptingu vatnsins og áhrif ytri þátta á hana.
Hér er hægt að hlusta á erindið á Youtube og hér má  finna dagskrá Hrafnaþings.
20120221101158782207.jpg

Starfsmenn Náttúrufræðistofu Kópavogs, þeir Finnur Ingimarsson og Stefán Már Stefánsson, gera sig klára til að taka upp  síritandi hitamæla sem legið höfðu á 10 – 100 metra dýpi í um fjóra mánuði.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

20
feb
17
apr
Gerðarsafn
04
mar
Bókasafn Kópavogs
04
mar
Bókasafn Kópavogs
04
mar
Bókasafn Kópavogs
05
mar
Bókasafn Kópavogs
05
mar
Bókasafn Kópavogs
05
mar
Bókasafn Kópavogs
05
mar
Bókasafn Kópavogs
05
mar
06
mar
Bókasafn Kópavogs
06
mar
Gerðarsafn
07
mar
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

Sjá meira