Ný grein um áhrif loftslagshlýnunar á fisk í vötnum

Fyrir skömmu kom út yfirlitsgrein í tímaritinu Hydrobiologia þar sem tekin eru saman langtímagögn um fiskirannsóknir í 24 evrópskum stöðuvötnum. Titill greinarinnar er „Impacts of climate warming on the long-termdynamics of key fish species in 24 Europian lakes“. Stærð vatnanna spannar allt frá smávötnum og upp í nokkur afstærstu vötnum álfunnar. Landfræðilega dreifast þau um alla Evrópu frá Íslandi og Finnlandi suður til Spánar.
Fulltrúi Íslands í þessum hópi er Elliðavatn og er byggt á langtímarannsóknum Náttúrufræðistofunnar og Veiðimálastofnunar á silungi, vatnshita og ýmsum öðrum umhverfisbreytum. Ljóst er að miklar breytingar hafa orðið á fiskistofnum vatna í Evrópu á undanförnum áratugum og sýna breytingarnar sterka fylgni við loftslagshlýnun á tímabilinu. Þannig hafa orðið breytingar á tegundsamsetningu fiska í einstökum vötnum sem og í stærðar- og aldurssamsetningu fiskistofna. Hitaþolnar tegundir hafa sótt í sig veðrið á kostnað þeirra kuldakærari. Í Elliðavatni lítur út fyrir að bleikjan hafi látið undan síga svo um munar vegna hækkandi vatnshita. Umfjöllunin um Elliðavatn í tímaritinu Hydrobilogia er grundvölluð á annarri tímaritsgrein „Salmonid fish and warming of shallow Lake Elliðavatn in Southwest Iceland“ sem starfsmenn Náttúrufræðistofunnar og Veiðimálastofnunar birtu árið 2009.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

02
des
07
des
Bókasafn Kópavogs
05
des
Bókasafn Kópavogs
05
des
Bókasafn Kópavogs
05
des
Gerðarsafn
06
des
Salurinn
06
des
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

07
des
Bókasafn Kópavogs
07
des
Salurinn
07
des
Gerðarsafn
08
des
Salurinn

Sjá meira