Ormadagar

Í næstu viku brestur á með Ormadögum, barnamenningarhátíð í Kópavogi. Fjölbreytt dagskrá verður í boði í menningarhúsum Kópavogs sem ætluð er börnum í leikskólum og fyrstu bekkjum grunnskólanna. Leikskólabörn munu koma í Safnahúsið og fræðast um orma hjá starfsmönnum Náttúrufræðistofu og fara svo í barnadeild Bókasafnsins og hlusta á ormasögu. Fjölskylduhátíðin var einnig haldin í fyrra og þá var slegið aðsóknarmet að svæðinu og skemmtu gestir sér afar vel.
20150521181502412655.jpg
Laugardaginn 30. maí verður haldin mikil fjölskylduhátíð þar sem Náttúrufræðistofa verður með allskonar orma til sýnis, í Bókasafninu verður boðið uppá flugdrekasmíði, barnasmiðja verður í Gerðarsafni, tónleikar í Salnum og dans í Tónlistarsafninu, svo eitthvað sé nefnt. Allir eru velkomnir og ókeypis er á alla viðburði. 
Verið velkomin á fjölskylduhátíð Ormadaga laugardaginn 30. maí frá kl 12 – 18. Margskonar viðburðir í menningarhúsunum og leikir og leiktæki á túninu vestan Safnahússins.
20150521184236229244.jpg

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

20
feb
17
apr
Gerðarsafn
04
mar
Bókasafn Kópavogs
04
mar
Bókasafn Kópavogs
04
mar
Bókasafn Kópavogs
05
mar
Bókasafn Kópavogs
05
mar
Bókasafn Kópavogs
05
mar
Bókasafn Kópavogs
05
mar
Bókasafn Kópavogs
05
mar
06
mar
Bókasafn Kópavogs
06
mar
Gerðarsafn
07
mar
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

Sjá meira