Löng helgi á bókasafninu

Barnafjölskyldur í Kópavogi nutu langrar helgar í vikunni þegar vetrarfrí bættist aftan á hefðbundna helgarleyfið.
Margir nýttu tækifærið og fóru í borgarferð í sinni heimabyggð – heimsóttu söfn, fóru út að borða og nutu útivistar. Bókasafn Kópavogs kom til móts við fjölskyldur með fjörugri dagskrá þessa daga.
„Vísindasmiðja Háskóla Íslands kom til okkar á laugardaginn,“ segir Lísa Z. Valdimarsdóttir, forstöðumaður bókasafnsins. „Smiðjan var mjög skemmtileg, vísindamennirnir voru snjallir og áttu auðvelt með að sýna krökkunum galdrana sem eru allt í kringum okkur. Svona heimsóknir kveikja forvitni og örva ímyndunaraflið – sem er einmitt það sem við viljum stöðugt gera hérna á bókasafninu.“ Á mánudag var svo kvikmyndasýning á aðalsafninu og ritsmiðja á Lindasafni. Sigrún Guðnadóttir, útibússtjóri Lindasafns, var ánægð með smiðjuna. „Eva Rún Þorgeirsdóttir, rithöfundur, tók á móti 9-12 ára krökkum. Þau fóru á heilmikið hugarflug saman, en það er alltaf gaman að vinna með þessum aldurshópi. Eva Rún er vön að vinna með krökkum og það er alls ekki ólíklegt að þarna hafi verið sáð fræjum sem eiga eftir að blómstra síðar. Það er alls ekki ósennilegt að við eigum eftir að raða bókum þessara krakka í hillurnar hjá okkur eftir nokkur ár.“ Á þriðjudag var svo spilað á báðum söfnunum, en Spilavinir komu með borðspil sem féllu aldeilis í kramið.
„Svo koma líka margir bara til okkar til að eiga rólega stund, lesa og spjalla við aðra krakka. Það finnst okkur líka skipta máli,“ segir Lísa, „því bókasafnið á að vera dálítið eins og heimili
Áður birt í Kópavogspóstinum.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

30
des
Salurinn
03
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

04
jan
Bókasafn Kópavogs
06
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
16:15

Tunglið

09
jan
Salurinn
09
jan
Bókasafn Kópavogs
10
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

Sjá meira