Vinsælustu bækurnar hjá lánþegum Bókasafns Kópavogs 2016

Nú liggur fyrir hvaða bækur voru vinsælastar hjá lánþegum Bókasafns Kópavogs árið 2016.
Á báðum söfnum, aðalsafni og Lindasafni, var Þýska húsið eftir Arnald Indriðason vinsælasta skáldsagan og var hún mest lánuð í flokki fullorðinsbóka. Af barnabókunum var það Moli litli flugustrákur eftir Ragnar Lár sem hafði vinninginn á aðalsafni og Skúli skelfir og jólaleikritið eftir Francescu Simon lánaðist mest á Lindasafni. Athygli vekur að íslenskir höfundar eru í fjórum efstu sætunum í flokki fullorðinsbóka á aðalsafni og eru þeir að auki jafnmargir erlendum höfundum á lista yfir 10 vinsælustu bækurnar. Skúli skelfir og Dagbók Kidda klaufa eru svo áfram vinsælar hjá börnunum eins og síðustu ár ásamt Skrímslabókaflokk Áslaugar Jónsdóttur og nýlegum bókum Ævars Þórs Benediktssonar.
 
Eftirfarandi eru listar yfir vinsælustu og mest lánuðu titlana á Bókasafni Kópavogs á síðasta ári:

Aðalsafn
Fullorðinsbækur:
1. Þýska húsið – Arnaldur Indriðason
2. Stóri skjálfti – Auður Jónsdóttir
3. Dimma – Ragnar Jónasson
4. Sogið – Yrsa Sigurðardóttir
5. Meira blóð – Jo Nesbø
6. Hrellirinn – Lars Kepler
7. Dauðaslóðin – Sara Blædel
8. Dalalíf – Guðrún frá Lundi
9. Krakkaskrattar – Anne-Cathrine Riebnitzsky
10. Rótlaus – Dorothy Koomson

Barnabækur:
1. Moli litli flugustrákur – Ragnar Lár
2. Dóra og Diego – Leslie Valdes
3. Dagbók Kidda klaufa: svakalegur sumarhiti – Jeff Kinney
4. Dagbók Kidda klaufa – Jeff Kinney
5. Skrímslaerjur – Áslaug Jónsdóttir,
6. Dagbók Kidda klaufa: besta ballið – Jeff Kinney
7. Stór skrímsli gráta ekki – Áslaug Jónsdóttir,
8. Vélmennaárásin – Ævar Þór Benediktsson
9. Þín eigin þjóðsaga – Ævar Þór Benediktsson
10. Skrímsli á toppnum / Áslaug Jónsdóttir

Lindasafn
Fullorðinsbækur:
1. Þýska húsið – Arnaldur Indriðason
2. Meira blóð – Jo Nesbø
3. Dauðaslóðin – Sara Blædel
4. Konan í blokkinni – Jónína Leósdóttir
5. Hamingjuvegur – Liza Marklund
6. Sogið – Yrsa Sigurðardóttir
7. Kólibrímorðin – Kati Hiekkapelto
8. Ég ferðast ein – Samuel Bjørk
9. Járnblóð – Liza Marklund
10. Kakkalakkarnir – Jo Nesbø

Barnabækur:
1. Skúli skelfir og jólaleikritið – Francesca Simon
2. Dagbók Kidda klaufa – Jeff Kinney
3. Mamma klikk! – Gunnar Helgason
4. Skúli skelfir og draugarnir – Francesca Simon
5. Skúli skelfir hefnir sín – Francesca Simon
6. Heimsmetabók Skúla skelfis – Francesca Simon
7. Skúli skelfir fer í frí – Francesca Simon
8. Dagbók Kidda klaufa: ekki í herinn – Jeff Kinney
9. Skúli skelfir og múmían – Francesca Simon
10. Skúli skelfir verður ríkur í hvelli – Francesca Simon

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

03
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

04
jan
Bókasafn Kópavogs
06
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
16:15

Tunglið

09
jan
Salurinn
09
jan
Bókasafn Kópavogs
10
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

11
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira