Spjallað um bækur

Á annað hundrað bókaorma á bókaspjalli Bókasafnsins
Bókasafn Kópavogs hefur undanfarin ár haldið firnavinsælt jólabókaspjall á aðalsafni, yfirleitt á fullveldisdaginn. Maríanna Clara Lúthersdóttir, bókmenntafræðingur, sér um spjallið og hún kynnir þar jólabókaflóð ársins auk þess sem hún ræðir um feril þeirra höfunda sem hafa verið kallaðir til leiks hverju sinni.
Að þessu sinni bar fyrsta desember upp á föstudag. „Einhverjir höfðu áhyggjur af því að upplesturinn væri á föstudegi að þessu sinni,“ segir Sigrún Guðnadóttir á Bókasafni Kópavogs, „en mætingin var fram úr björtustu vonum, það mættu ríflega hundrað manns og allir í sínu besta spariskapi.“
Höfundar dagsins voru Yrsa Sigurðardóttir, Vilborg Davíðsdóttir og Jón Kalman Stefánsson, en sá síðastnefndi kom lóðbeint af Bessastöðum þar sem hann tók við tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. „Ég hugsa að Jón Kalman eigi alltaf eftir að taka símtali frá okkur fagnandi,“ segir Sigrún. „Síðast þegar við fengum hann til þess að lesa hjá okkur fékk hann líka tilnefningu samdægurs, svo það gefst vel hjá honum að lesa hérna á sínum gamla vinnustað.“
Höfundarnir lásu úr bókunum sínum og svo tók Maríanna Clara þá í hvert viðtalið á fætur öðru, auk þess sem þeir svöruðu spurningum úr sal. Þar kom ýmislegt fróðlegt á daginn – til dæmis iðrast Yrsa þess beisklega að hafa nokkru sinni játað að nota Excel til þess að halda utan um plottþræði sagna sinna, Vilborg fræddi lesendur um seglagerð að fornu og Jón Kalman lofaði að greiða hverjum þeim sem gæti svarað spurningunni í undirtitli bókar hans, Sögu Ástu – Hvert fer maður ef það er engin leið út úr heiminum? þrettán milljónir króna, að því gefnu að svarið uppfyllti væntingar hans!
„Þetta er alltaf mjög hugguleg stund, kertaljós og veitingar og svo verður þetta miklu persónulegra en hefðbundnir upplestrar, maður kemst í meiri tengsl við höfundana,“ segir Sigrún, sem er strax farin að skipuleggja bókaspjallið 2018.
Áður birt í Kópavogsblaðinu.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

03
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

04
jan
Bókasafn Kópavogs
06
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
16:15

Tunglið

09
jan
Salurinn
09
jan
Bókasafn Kópavogs
10
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

Sjá meira