Þarftu nýja flíspeysu í stað þeirrar gömlu og ljótu?

Safnanótt verður haldin þann 2. febrúar og mun Náttúrufræðistofan standa gestum opin eins og fyrri ár. Umgengni mannsins við náttúruna og auðlindir hennar eru mörgum hugleikin þessi misserin og ber dagskráin nokkurn dám af því.
Safnanótt verður haldin þann 2. febrúar og mun Náttúrufræðistofan standa gestum opin eins og fyrri ár. Umgengni mannsins við náttúruna og auðlindir hennar eru mörgum hugleikinþessi misserin og ber dagskráin nokkurn dám af því. Alls eru þrír viðburðir á dagskrá þar sem ýmist verður fjallað um niðurdrepandi efni eins og sóun og plast í náttúrunni, eða upplífgandi hluti eins og lifandi stjörnur.

Dagskrá Náttúrufræðistofu Kópavogs á Safnanótt.


Kl. 18:00 – 23:00 verða stjörnulaga lífverum gerð sérstök skil.

Stjörnur finnast víða í umhverfi okkar. Leiðsögn um stjörnulaga lífverur og lífverur sem skína eins og stjörnur. Ef veður leyfir má svipast um eftir norðurljósum, stjörnumerkjum og stökum himintunglum af svölum safnahússins á 3. hæð. 

Kl. 18:00 – 22:00 verður fjallað um plast í umhverfi okkar í máli og myndum og geta gestir m.a. skoðað örplast í smásjá.
Rannveig Magnúsdóttir sérfræðingur hjá Landvernd sér um vinnustofu þar sem tilvist plasts í umhverfi okkar verður skoðað með beinum hætti. Plastagnir úr snyrtivörum, fatnaði og ýmsu fleira verða til sýnis í smásjá. Gömul flíspeysa verður þvegin í beinni og athugað hvort þræðir losna úr henni við þvottinn. 

Kl. 21:00 – 21:45 fjallar Stefán Gíslason um sóun og verður sjónum sérstaklega beint að fatasóun.
Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur flytur erindi þar sem fjallað verður um sóun og hvernig hún hefur áhrif á lífsgæði þeirra sem sóa. Fatasóun verður tekin sem dæmi og sjónum beint að því sem einstaklingurinn getur gert til að draga úr sóun, allt frá því að ákvörðun er tekin um innkaup og þangað til varan hefur lokið hlutverki sínu.

Viðburðirnir eru liður í dagskrá Menningarhúsanna í Kópavogi á Safnanótt.
Heildardagskrá menningarhúsa Kópavogs má sjá
á heimasíðu Kópavogsbæjar.
Upplýsingar um alla viðburði safnanætur má finna á vef Vetrarhátíðar.

Sjáumst á Safnanótt

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

06
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
16:15

Tunglið

09
jan
Salurinn
09
jan
Bókasafn Kópavogs
10
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

11
jan
Bókasafn Kópavogs
11
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira