Sumarsólstöðuhátíð í Menningarhúsunum

Menningarhúsin í Kópavogi fagna löngum sólargangi með útijóga og jazztónleikum á sumarsólstöðuhátíð laugardaginn 23. júní.
Á útivistarsvæðinu við Menningarhúsin hefst opinn jógatími undir berum himni kl. 13 í umsjón Kristínar Harðardóttur jógakennara. „Gott er að mæta í þægilegum fötum og grípa með sér jógadýnu, teppi eða handklæði, en það er ekki nauðsynlegt þar sem við verðum á grasinu,“ segir Kristín. Að loknum jógatímanum hefjast útitónleikar á svölum aðalsafns Bókasafns Kópavogs kl. 14 en það er hinn góðkunni Kópavogsbúi og gítarleikari Björn Thoroddsen sem mun skemmta gestum. Léttar veitingar verða í boði á tónleikunum og er aðgangur ókeypis á báða viðburði.

Mynd: www.bjornthoroddsen.com
Áður birt í Kópavogspóstinum.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

02
nóv
25
apr
Salurinn
12
nóv
Bókasafn Kópavogs
12
nóv
Bókasafn Kópavogs
12
nóv
Bókasafn Kópavogs
16:30

Myndgreining

12
nóv
25
jan
Gerðarsafn
12
nóv
Náttúrufræðistofa Kópavogs
13
nóv
Salurinn
13
nóv
Bókasafn Kópavogs
13
nóv
Bókasafn Kópavogs
14
nóv
Salurinn
14
nóv
15
nóv

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR