Lestrarganga og undirbúningur fyrir HM

Göngugarpar, lestrarhestar og fótboltaaðdáendur mættu á viðburði bókasafnsins á liðnum vikum þrátt fyrir mikla rigningartíð.
Stuðningsfólk íslenska karlalandsliðsins í fótbolta lét ekki veðrið stoppa sig og lagði leið sína á aðalsafn Bókasafns Kópavogs laugardaginn fyrir viku síðan. Þar var boðið upp á andlitsmálun fyrir fyrsta HM leik Íslands sem var gegn Argentínu og sýndur var á tjaldi á Rútstúni. Bókasafnið þakkar ungum sem öldnum fyrir komuna, áfram Ísland!

Thelma og Katla sáu um andlitsmálunina.
Það var heldur kuldalegt í lestrargöngunni sem farin var með Margréti Tryggvadóttur barnabókahöfundi laugardaginn 9. júní. Göngugarparnir létu það þó ekki á sig fá og voru hæstánægðir með útiveruna og fræðsluna. Bókasafn Kópavogs þakkar þeim sem tóku þátt kærlega fyrir komuna.

Áður birt í Kópavogspóstinum.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

09
sep
Bókasafn Kópavogs
10
sep
Bókasafn Kópavogs
10
sep
Bókasafn Kópavogs
10
sep
Salurinn
10
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
11
sep
Bókasafn Kópavogs
11
sep
Salurinn
12
sep
Salurinn
12
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

13
sep
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR