Vatnsdropaskógur rís í Kópavogi

Fimmtudaginn 28. október var 50 birkitrjám plantað í nýjum Vatnsdropaskógi á Vatnsendahæð af fulltrúum Vatnsdropaverkefnisins. Vatnsdropinn er þriggja ára alþjóðlegt samstarfsverkefni MEKÓ (Menning í Kópavogi), Múmínsafnsins í Tampere, H.C. Andersen safnsins í Óðinsvéum og Ilon‘s Wonderland safnsins í Haapsalu í Eistlandi. Eitt meginstef Vatnsdropans er að tengja saman boðskap og gildi skáldverka barnabókahöfundanna Tove Jansson, Astrid Lindgren og H.C. Andersen við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. 

„Með Vatnsdropaskóginum viljum við kolefnisjafna þau ferðalög sem hljótast af samstarfinu og var fyrstu trjánum plantað nú þegar við tókum á móti fulltrúum frá öllum samstarfslöndunum. Við munum svo kolefnisjafna hverja einustu flugferð vegna samstarfsins og stefnum á fleiri verkefni til að sporna gegn loftlagsvánni“, segir Soffía Karlsdóttir forstöðumaður menningarmála í Kópavogi.    

Dagana 26.-29. október var fyrsti staðfundur stjórnar Vatnsdropans á Íslandi þar sem fulltrúar allra samstarfsaðilanna komu saman og lögðu drög að næstu skrefum í Vatnsdropaverkefninu, sem verður unnið undir yfirskriftinni Líf á landi.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

20
jan
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
21
jan
Bókasafn Kópavogs
21
jan
Salurinn
Jón úr Vör
21
jan
25
jan
Bókasafn Kópavogs
22
jan
Bókasafn Kópavogs
22
jan
Bókasafn Kópavogs
22
jan
Bókasafn Kópavogs
22
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
23
jan
Bókasafn Kópavogs
23
jan
Salurinn
24
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

25
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira