Jólakötturinn og bókasafnið

Í tilefni af upphafi jólamánaðarins færði Gréta Björg, deildarstjóri barnastarfs, öllum leikskólum Kópavogsbæjar góða gjöf.
Venjan er að leikskólarnir komi í heimsókn á jólakattarviðburð á Bókasafni Kópavogs og á Náttúrufræðistofu í desember en þar sem þörf er á að passa vel upp á alla í samfélaginu sökum Covid var ákveðið að jólakötturinn myndi færa krökkunum góða sögu í stað þess að koma og fræðast um jólaköttinn á sjálfu safninu. Mikil gleði var fólgin í að taka rúntinn með bók og bréf um vandræði jólakattarins á hvern leikskóla og var ekki annað hægt að sjá en að mikil ánægja hafi verið með framtakið. Er bókin aðventusaga eftir Sigrúnu Eldjárn sem kom út á þessu ári og hægt að lesa einn stuttan kafla á dag um Jóa og Lóu fram að jólum. Þökkum við kærlega fyrir góðar móttökur, kæra leikskólafólk. Hlökkum til að taka á móti ykkur á nýju ári!

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

29
ágú
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

29
ágú
05
sep
Menning í Kópavogi
29
ágú
Gerðarsafn
29
ágú
Gerðarsafn
02
sep
Bókasafn Kópavogs
03
sep
Bókasafn Kópavogs
03
sep
Bókasafn Kópavogs
03
sep
Salurinn
04
sep
Salurinn
04
sep
Bókasafn Kópavogs
04
sep
Gerðarsafn

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR