Sektarlaus vika 7.-12. febrúar á Bókasafni Kópavogs

Viltu gera hreint fyrir þínum dyrum?
Ertu enn með bók heima af bókasafninu síðan fyrir pláguna eða eftir gosið? Skuldarðu svo mikið að þú þorir ekki að horfa í augun á okkur? Færðu martraðir af bókavörðum að banka upp á hjá þér með borvél í hönd? Varstu að flytja og fannst bók, sem þú tókst fyrir aldamót, á bak við innréttinguna?
Þá er sektarlausa vikan, þín vika!
Við spyrjum engra spurninga, tökum bara við bókinni og fellum allar skuldir niður. Ef taugarnar eru enn trekktar má alltaf nota skilalúguna á aðalsafni, við fellum skuldina samt niður.
Það er ekki svo langt síðan við tókum á móti bók sem fór í útlán árið 1984 – svo ekki hafa áhyggjur, þú ert sennilega ekki með lengsta útlán í sögu bókasafna eða stærstu sektina!

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

14
apr
Bókasafn Kópavogs
14
apr
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
12:00

Stólajóga

15
apr
Bókasafn Kópavogs
15
apr
Bókasafn Kópavogs
16
apr
Bókasafn Kópavogs
16
apr
Salurinn
17
apr
Gerðarsafn
22
apr
Bókasafn Kópavogs
22
apr
30
ágú
Bókasafn Kópavogs
22
apr
Salurinn
23
apr
Bókasafn Kópavogs
23
apr
Bókasafn Kópavogs
16:00

Hananú!

Sjá meira