Haustinu fagnað í Kópavogi

Haustinu var heilsað með litskrúðugri karnivalstemningu í menningarhúsunum í Kópavogi, laugardaginn 3. september. Við sama tilefni verður glænýr menningarvefur opnaður og útgáfu efnismikils og vandaðs menningartímarits fagnað.

Haustinu var heilsað með litskrúðugri karnivalstemningu í menningarhúsunum í Kópavogi, laugardaginn 3. september. Við sama tilefni var glænýr menningarvefur opnaður og útgáfu efnismikils og vandaðs menningartímarits fagnað.

Sjónhverfingar og sirkus

“Haustkarnivalið var í raun hugsað sem upptaktur að haustdagskrá og menningarvetri” segir Elísabet Indra Ragnarsdóttir, verkefna- og viðburðastjóri hjá Kópavogsbæ. “Þarna stigu á stokk listamenn úr ólíkum áttum sem buðu upp á skemmtun og skapandi starf fyrir alla fjölskylduna.”

Þverfaglegt samstarf á milli húsa

Framundan í haust er glæsileg og fjölbreytt viðburðadagskrá sem menningarhúsin fimm í Kópavogi standa að baki en þau eru Gerðarsafn, Salurinn, Héraðsskjalasafn, Bókasafn Kópavogs og Náttúrufræðistofa Kópavogs.

“Vegna návígis þessara menningarstofnana hefur í gegnum árin skapast hefð fyrir frjóu og áhugaverðu samstarfi þvert á ólíkar listgreinar, fræði og vísindi” segir Elísabet Indra, “bæði í sýningahaldi, viðburðum og fræðsluverkefnum.”  

Allir velkomnir á viðburði húsanna

Alla miðvikudaga yfir vetrartímann skiptast húsin á að bjóða upp á Menningu á miðvikudögum kl. 12:15 en þar kemur áhugavert fræða- og listafólk úr ólíkum áttum fram með hádegiserindi, tónleika, listamannaleiðsögn og fleira. “Núna í september verður í Menningu á miðvikudögum m.a. boðið upp á fyrirlestur Páls Líndals umhverfissálfræðings um áhrif náttúru á sálarheill, jazztónleika Steingríms Teague og Silvu Þórðardóttir og erindi Guju Daggar Hauksdóttur um Högnu Sigurðardóttur arkitekt” segir Elísabet Indra.

Alla laugardaga yfir vetrartímann er svo boðið upp á metnaðarfulla fjölskyldudagskrá undir heitinu Fjölskyldustundir á laugardögum kl. 13 en framundan eru meðal annars þjóðlagaskotnir fjölskyldutónleikar með hljómsveitinni Brek, dans- og teiknismiðja með Katrínu Gunnarsdóttur og Rán Flygenring og Vísindasmiðja Háskóla Íslands.

Fjölskyldustundirnar eru haldnar á víxl á Gerðarsafni, Salnum, Bókasafni og Náttúrufræðistofu Kópavogs og ókeypis er á alla viðburði líkt og á Menningu á miðvikudögum en Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar styrkir viðburðina.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

30
des
Salurinn
03
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

04
jan
Bókasafn Kópavogs
06
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
16:15

Tunglið

09
jan
Salurinn
09
jan
Bókasafn Kópavogs
10
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

Sjá meira