Tvöföld fjölskylduskemmtun á laugardaginn

Eitthvað fyrir alla í Gerðarsafni og Lindasafni.

Laugardaginn 24. september verða tvær fjölskyldustundir í Kópavogi. Í Lindasafni kl. 11:30 er hægt að sækja skapandi Origami smiðju þar sem kennd verða grunnbrot í japönsku pappírsbroti, origami, undir leiðsögn Guðrúnar Helgu Halldórsdóttur formanni íslensk-japanska félagsins á Íslandi. Boðið verður upp á pappír í smiðjunni.

Í Gerðarsafni kl. 13:00 verður svo listsmiðja fyrir fjölskylduna með Rán Flygenring teiknara og Katrínu Gunnarsdóttur danshöfundi. Á smiðjunni verður samspil teikningar og hreyfingar í brennidepli þar sem leikið er með í spuna hvernig ólíkir miðlar, danslist og myndlist, hafa áhrif hvor á annan. Byrjað verður á stuttri sýningu þar sem listakonurnar sýna þátttakendum sitt samstarf. Að sýningu lokinni er unnið með þátttakendum í vinnusmiðju þar sem þau prófa sig áfram með að teikna hreyfingu og hreyfa sig eftir teikningum. Rán og Katrín eru báðar framúrskarandi listamenn á sínum sviðum og báðar hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

01
des
23
des
Bókasafn Kópavogs
01
des
23
des
Bókasafn Kópavogs
14
des
Salurinn
14
des
Salurinn
14
des
Menning í Kópavogi
15
des
Bókasafn Kópavogs
16
des
Bókasafn Kópavogs
16
des
Bókasafn Kópavogs
17
des
Bókasafn Kópavogs
17
des
Salurinn
17
des
Bókasafn Kópavogs
17
des
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR