Heimili menningarinnar í Kópavogi

Viltu koma þínum menningarviðburði og fréttum á framfæri?

Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum að menningarmálin í Kópavogi eru nú kynnt undir nýju merki MEKÓ. MEKÓ stendur fyrir Menningu í Kópavogi og endurspeglar menningarstefnu Kópavogsbæjar sem felur í sér þrjár stefnuáherslur, þ.e. að Kópavogsbær leggur áherslu á að menningarstarf sé aðgengilegt öllum bæjarbúum, Kópavogsbær stendur vörð um sérstöðu og faglegt starf menningarhúsa bæjarfélagsins og Kópavogsbær leggur áherslu á víðtækt samstarf við bæjarbúa, svið og deildir bæjarins og lista-, fræði-og vísindamenn úr ólíkum áttum.

Í byrjun september opnaði ný heimasíða MEKÓ sem hefur þann tilgang að kynna menningarlífið í Kópavogi.

Heimasíða MEKÓ er heimili menningarinnar í Kópavogi og er hugsuð sem vettvangur fyrir lista- og fræðifólk að koma sínum viðburðum, sýningum og menningartengdum fréttum á framfæri. Kópavogur er stórt bæjarfélag sem iðar af menningu og lífi og er hugmyndin sú að á nýju síðunni verði hægt að fá upplýsingar um allt hið blómlega menningarstarf sem fyrirfinnst í Kópavogi. Á heimasíðunni í dag er hægt að fá upplýsingar um viðburði og sýningar í menningarhúsunum en hugmyndin er að gefa öðrum færi á að koma sínu menningarstarfi á framfæri. MEKÓ hvetur því fólk að vera duglegt að senda á meko(hja)kopavogur.is fréttir og upplýsingar um viðburði sem eiga sér stað í Kópavogi.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

09
okt
Salurinn
09
okt
Bókasafn Kópavogs
09
okt
Bókasafn Kópavogs
10
okt
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

11
okt
12
okt
Salurinn
11
okt
Bókasafn Kópavogs
11
okt
Bókasafn Kópavogs
13
okt
Bókasafn Kópavogs
14
okt
Bókasafn Kópavogs
15
okt
Bókasafn Kópavogs
15
okt
Salurinn
15
okt
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR