Spennandi alþjóðlegt verkefni með áherslu á leik og dans!

Viltu taka þátt í alþjóðlegum listviðburði? Markmið hans er að nýta sköpun sem verkfæri til framþróunar samfélagsins, stuðla að inngildingu og auka á sýnileika jaðarhópa. Þátttaka krefst engrar sérþekkingar eða kunnáttu, einungis áhuga á að vera með og hafa áhrif.

Kópavogur auglýsir eftir þátttakendum úr hópi íbúa í verkefnið Elegía delle cose perdute. Um er að ræða samfélagsverkefni sem er opið öllum á Íslandi og leggur áherslu á flóttafólk og hælisleitendur.

Þátttaka felst í því að mæta á vinnustofur þar sem listafólk leiðir vinnu með þátttakendum. Afrakstur verður sýndur á sérstökum viðburði í Gerðarsafni á Vetrarhátíð og í  Reykjanesbæ. Nánari upplýsingar má fá með því að senda tölvupóst á netfangið meko@kopavogur.is

Hvað felst í þátttöku?

  • 31. jan, 1. feb, 6. feb, 8. feb, 10. feb – Vinnustofur og lokaæfing í SBK húsinu í Gróf við Duus safnahús frá kl. 14:00-16:00
  • 4. feb – Æfing með hópum úr Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík. Verk í vinnslu sýnt á Vetrarhátíð í Reykjavík – kl. 11:00-14:00
  • 11. feb – Lokaviðburður, afrakstur vinnustofa sýndur kl. 14:00-16:00 í SBK húsi í Gróf
  • 12. feb – Uppgjör og eftirvinnsla á Dansverkstæðinu í Reykjavík frá kl. 13:00-16:00

Rútuferðir verða í boði.

Nánar um verkefnið hér: https://www.bpart.cz/en

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

21
des
Salurinn
21
des
Bókasafn Kópavogs
22
des
Menning í Kópavogi
13:00

Jólalundur

22
des
Náttúrufræðistofa Kópavogs
23
des
Náttúrufræðistofa Kópavogs
23
des
Gerðarsafn
30
des
Salurinn
03
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

04
jan
Bókasafn Kópavogs
06
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira