Náttúran sem sögupersóna

Verk 500 grunnskólanemenda til sýnis í Smáralind.

Barnamenningarhátíð í Kópavogi hófst í dag, þriðjudaginn 18. apríl. Í Smáralindinni kl. 11:11 opnaði Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri sýningu Vatnsdropans sem ber heitið Náttúran sem sögupersóna. Þar gefur á að líta um 300 verk eftir um 500 nemendur í grunnskólum Kópavogs byggð á norrænum barnabókmenntum eftir H.C. Andersen, Tove Jansson og Astrid Lindgren í tengslum við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna nr. 15, Líf á landi. Vatnsdropinn er þriggja ára alþjóðlegt barnamenningarverkefni sem Kópavogur á frumkvæðið að og er í samstarfi við H.C. Andersensafnið í Danmörku, Múmínsafnið í Finnlandi og Undraland Ilon’s Wikland í Eistlandi. Sýningin í Smáralind lokar öðru þemaári Vatnsdropans sem hófst síðastliðið vor með listahátíð sem Ungir sýningarstjórar stóðu fyrir í menningarhúsum Kópavogsbæjar.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

20
feb
17
apr
Gerðarsafn
22
feb
Salurinn
22
feb
Bókasafn Kópavogs
23
feb
Salurinn
23
feb
Salurinn
24
feb
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
12:00

Stólajóga

24
feb
Bókasafn Kópavogs
24
feb
Bókasafn Kópavogs
24
feb
Náttúrufræðistofa Kópavogs
25
feb
Bókasafn Kópavogs
25
feb
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira