Náttúran sem sögupersóna

Verk 500 grunnskólanemenda til sýnis í Smáralind.

Barnamenningarhátíð í Kópavogi hófst í dag, þriðjudaginn 18. apríl. Í Smáralindinni kl. 11:11 opnaði Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri sýningu Vatnsdropans sem ber heitið Náttúran sem sögupersóna. Þar gefur á að líta um 300 verk eftir um 500 nemendur í grunnskólum Kópavogs byggð á norrænum barnabókmenntum eftir H.C. Andersen, Tove Jansson og Astrid Lindgren í tengslum við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna nr. 15, Líf á landi. Vatnsdropinn er þriggja ára alþjóðlegt barnamenningarverkefni sem Kópavogur á frumkvæðið að og er í samstarfi við H.C. Andersensafnið í Danmörku, Múmínsafnið í Finnlandi og Undraland Ilon’s Wikland í Eistlandi. Sýningin í Smáralind lokar öðru þemaári Vatnsdropans sem hófst síðastliðið vor með listahátíð sem Ungir sýningarstjórar stóðu fyrir í menningarhúsum Kópavogsbæjar.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

21
des
Salurinn
21
des
Bókasafn Kópavogs
22
des
Menning í Kópavogi
13:00

Jólalundur

22
des
Náttúrufræðistofa Kópavogs
23
des
Náttúrufræðistofa Kópavogs
23
des
Gerðarsafn
30
des
Salurinn
03
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

04
jan
Bókasafn Kópavogs
06
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira