Ungir sýningarstjórar á aldrinum 8-14 ára opnuðu listsýninguna Draumaeyjan okkar á vegum Vatnsdropans laugardaginn 13. maí á Bókasafni Kópavogs.
Á sýningunni eru verk Ungra sýningarstjóra undir merkjum Vatnsdropans til sýnis en hópurinn hefur unnið að þeim í vetur. Ungir sýningarstjórar unnu verkin með sögur norrænu höfundanna að leiðarljósi ásamt Heimsmarkmiðum nr. 5 um Jafnrétti og nr. 11 um Sjálfbærar borgir og samfélög. Þau lásu sögur höfundanna, unnu verkefni, héldu ráðstefnu með sérfræðingum og heimsóttu listasýningar. Afraksturinn má sjá á sýningu þeirra sem mun standa yfir í allt sumar á Bókasafni Kópavogs.