Hefur þú brennandi áhuga á menningu og markaðsmálum?

Starf kynningar- og markaðsstjóra menningarmála í Kópavogi er laust til umsóknar. Um er að ræða frábært tækifæri fyrir menningarsinnaðan og markaðsdrifinn einstakling til að hafa áhrif á menningarþátttöku í næststærsta bæjarfélagi landsins.

Starf kynningar- og markaðsstjóra menningarmála í Kópavogi er laust til umsóknar. Um er að ræða frábært tækifæri fyrir menningarsinnaðan og markaðsdrifinn einstakling til að hafa áhrif á menningarþátttöku í næststærsta bæjarfélagi landsins.

Menningarkjarninn í Kópavogi á engan sinn líka á landsvísu. Kjarninn samanstendur af Bókasafni Kópavogs, Gerðarsafni, Náttúrufræðistofu og Salnum. Þar hefur öflugt teymi starfsfólks byggt upp lifandi og spennandi menningarvettvang sem árlega laðar að sér um þrjú hundruð þúsund gesti. Framundan eru spennandi tímar með aukinni samþættingu menningarstarfsins með áherslu á að auka enn frekar aðdráttarafl þess.

MEKÓ stendur fyrir fjölbreyttri viðburða- og hátíðardagskrá og auk þess dagskrá fyrir skólahópa og almenning í því skyni að styrkja bæjarbraginn, auka víðsýni og örva samfélagið í heild sinni.

Í starfinu felst ábyrgð á að kynna og markaðssetja hina viðamiklu og spennandi dagskrá sem unnin er undir merkjum MEKÓ. Starfsmaðurinn veitir forstöðumönnum menningarhúsanna einnig ráðgjöf um kynningar- og markaðsmál. Starfið er unnið í nánu samstarfi við forstöðumann menningarmála, verkefna- og viðburðastjóra menningarmála ásamt forstöðumönnum menningarhúsanna.

Um er að ræða skapandi og krefjandi starf með mörgu af reyndasta menningarstarfsfólki landsins. Leitað er að hugmyndaríkum og jákvæðum einstaklingi sem býr yfir reynslu, þekkingu og brennandi áhuga á menningar- og markaðsmálum.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Stjórn og yfirumsjón með markaðs- og kynningarmálum MEKÓ
  • Umsjón og þróun stafrænnar miðlunar og – markaðssetningar
  • Yfirumsjón með heimasíðu og samfélagsmiðlum MEKÓ
  • Samskipti við fjölmiðla, hönnuði og hagsmunaaðila
  • Markaðssetning gagnvart innlendum og erlendum ferðamönnum
  • Gerð rekstrar- og starfsáætlunar og eftirfylgni hennar

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi
  • Menntun á sviði lista og/eða menningar er kostur
  • Umtalsverð reynsla af kynningar- og markaðsmálum
  • Góð þekking og reynsla af stafrænni markaðssetningu og miðlun á samfélagsmiðlum
  • Þekking eða reynsla af starfsemi innan menningarstofnunar er kostur
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Skapandi og lausnamiðuð nálgun
  • Jákvætt viðmót og mjög góð samskiptahæfni
  • Geta til að vinna undir álagi og í fjölbreyttum verkefnum á sama tíma
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti

Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Tekið verður mið af jafnréttisstefnu Kópavogsbæjar við ráðningu í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 31. júlí 2023.

Nánari upplýsingar veitir Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála í Kópavogi, í netfanginu soffiakarls@kopavogur.is.

Einungis er tekið við umsóknum í gegnum ráðningarvef Alfreðs.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

02
des
07
des
Bókasafn Kópavogs
05
des
Bókasafn Kópavogs
05
des
Bókasafn Kópavogs
05
des
Gerðarsafn
06
des
Salurinn
06
des
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

07
des
Bókasafn Kópavogs
07
des
Salurinn
07
des
Gerðarsafn
08
des
Salurinn

Sjá meira