Vilt þú móta nýja tíma í einu glæsilegasta tónlistarhúsi landsins?

Kópavogsbær leitar eftir nýjum forstöðumanni Salarins, en umsóknarfrestur til þess að sækja um er 27. október, 2023.

Salurinn er eitt eftirsóttasta tónlistarhús landsins og hefur hlotið einróma lof fyrir einstakan hljómburð og fjölbreytta notkunarmöguleika. Kópavogsbær stefnir á enn frekari sókn í tónleika- og viðburðahaldi og mótun nýrra tækifæra og leitar því að öflugum stjórnanda til að leiða Salinn inn í þessa nýju og spennandi tíma. Um er að ræða fágætt tækifæri fyrir listrænan og hugmyndaríkan einstakling með brennandi áhuga á að efla tónlistar- og menningarupplifun Kópavogsbúa og annarra gesta.

Nánari upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is

Umsóknarfrestur er eins og áður sagði til og með 27. október 2023.

Einungis er tekið við umsóknum í gegnum ráðningarvef Alfreðs.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

17
okt
Salurinn
17
okt
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

17
okt
Gerðarsafn
18
okt
Bókasafn Kópavogs
18
okt
Bókasafn Kópavogs
19
okt
Salurinn
19
okt
Gerðarsafn
20
okt
Bókasafn Kópavogs
21
okt
Bókasafn Kópavogs
22
okt
Bókasafn Kópavogs
22
okt
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR