Sævar Helgi Bragason ráðinn sérfræðingur á Náttúrufræðistofu Kópavogs

Sævar Helgi Bragason hefur verið ráðinn sérfræðingur á Náttúrufræðistofu Kópavogs og hefur þar störf í ársbyrjun 2024.

Sævar Helgi mun vinna að mótun safnastarfs Náttúrufræðistofu Kópavogs ásamt forstöðumanni safnsins. Unnið er að nýjum áherslum í starfsemi Náttúrufræðistofu og gerð nýrrar grunnsýningar sem ætlað er að stuðla að auknu náttúrulæsi og tengja náttúruvísindi við ólík fræðasvið og listgreinar.

Sævar Helgi er með B.Sc. gráðu í jarðfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur starfað sem dagskrárgerðarmaður í sjónvarpi og útvarpi, rithöfundur og vísindamiðlari. Hann hefur m.a. kennt stjarnvísindi í framhaldsskólum og í Háskóla unga fólksins. Sævar hefur starfað hjá Háloftadeild Raunvísindastofnunar Háskólans við segulmælingar, hann situr í fagráði Loftlagssjóðs Rannís og starfaði sem sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun í loftslagsmálum, græns samfélags og teymi losunarbókhalds. Sævar er tengiliður Íslands við European Southern Observatory (ESO), stærstu stjarnvísindasamtök heims og situr í stjórn Nýsköpunarverðlauna námsmanna.

Sævar hefur hlotið ýmis verðlaun fyrir framúrskarandi vísindamiðlun og íslenskuviðurkenningu frá Íslenskri málnefnd.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

30
júl
Bókasafn Kópavogs
30
júl
Bókasafn Kópavogs
01
ágú
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

05
ágú
Bókasafn Kópavogs
06
ágú
Bókasafn Kópavogs
06
ágú
Bókasafn Kópavogs
06
ágú
Gerðarsafn
08
ágú
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

08
ágú
Gerðarsafn
09
ágú
Bókasafn Kópavogs
10
ágú
Menning í Kópavogi

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR