Jólakötturinn á Bókasafni Kópavogs

Alla virka daga í desember frá 5-20 desember býður Bókasafn Kópavogs, á aðalsafnið, leikskólum í heimsókn til sín. Eyrún Ósk Jónsdóttir og Gréta Björg Ólafsdóttir standa fyrir viðburðunum í safninu.

„Við tökum á móti tveimur hópum á dag klukkan 9.40 og 10.40. Við erum að lesa jólakattasögu fyrir börnin, bókin Jólakötturinn tekinn í gegn eftir Brian Pilkington varð fyrir valinu. En fjallar hún um það hvernig jólasveinarnir þurfa að setja jólaköttinn í jólabaðið sitt á hverju ári fyrir jól. Jólakettinum finnst þetta ekki skemmtilegt en sættir sig við það að lokum því að hann veit að eftir jólabaðið fær hann dýrindis jólakássu. Hann er hinsvegar ekki fyrr búinn að fá jólakássuna eftir baðið en að hann veltir sér upp úr afgöngunum og drullar sig allan út aftur. Hann er því aðeins hreinn og fínn í örfáar mínútur á hverju ári“ segir Eyrún Ósk. Það er gaman að fylgjast með henni við lesturinn og sjá viðbrögð barnanna.

Eftir lesturin hjá Eyrúnu Ósk þá tekur Gréta Björg við og fræðir börnin um jólaköttinn, börnin fá svo að lita mynd af honum til þess að taka með sér heim.

„Við endum svo á að dansa í kringum jólatréð og syngja jólalög“ segir Gréta og brosir.

Dagskráin er í boði Bókasafnsins, stendur í um það bil 40 mínútur og er ætluð fyrir elsta árgang leiksólabarna. 

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

02
des
07
des
Bókasafn Kópavogs
04
des
Bókasafn Kópavogs
04
des
Bókasafn Kópavogs
04
des
Náttúrufræðistofa Kópavogs
04
des
Gerðarsafn
05
des
Bókasafn Kópavogs
05
des
Bókasafn Kópavogs
05
des
Gerðarsafn
06
des
Salurinn
06
des
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

Sjá meira