Lista- og menningarráð Kópavogs stóð í ár í annað sinn fyrir leitinni að Jólahúsi Kópavogs. Að þessu sinni voru einnig valdar Jólagata og Fjölbýlishús ársins.
Þetta er svo skemmtilegt, það er svo dýrmætt að sjá alla þessa ljósadýrð á þessum myrkasta tíma ársins, segir Elísabet Sveinsdóttir forseti Lista- og menningarráðs Kópavogs. Þetta er annað árið sem við förum af stað með þessa nafnbót, mikilvægt að lyfta upp því sem vel er gert og svo nærir þetta jólaandan.
Dómnefnd dæmdi út frá; samhengi við umhverfið, birtu og jólafíling/stemmingu.
Jólahús Kópavogs 2023
Daltún 1
Umsögn dómnefndar:
Falleg kyrrð í ljósdýrðinni, umhverfið hjálpar vissulega til með þessum fallegu trjám sem umliggja húsið. Einföld litasamsetningin sveipar ákveðnum töfrablæ yfir húsið allt um kring.
Jólagata Kópavogs 2023
Múlalindin
Umsögn dómnefndar
Það er nú ekki annað hægt en að komast í jólaskap þegar keyrt/gengið er inn í Múlalindina. Fyrstu tvö húsin er einstaklega vel og mikið skreytt, þau setja tóninn fyrir alla götuna sem sú jólalegasta í Kópavogi þetta árið.
Jólafjölbýlishús Kópavogs 2023
Sunnusmári 22 – 28
Umsögn dómnefndar:
Mjög fallegt að sjá hversu samtaka nágrannarnir í Sunnusmáranum eru, það hafa allir sett eins seríu og verður heildarútkoman því einstaklega falleg. Birtan/bjarminn frá húsinu sést langar leiðir og verður fallegri því nær maður kemur að húsinu.