Áskriftasala á Tíbrá 24/25

Spennandi tónleikaár framundan í Salnum

Áskriftasala á Tíbrá hefst næstkomandi sunnudag, 7. júlí, kl. 13:30.

Ný Tíbrárröð Salarins í Kópavogi hefur verið kynnt til leiks og má með sanni segja að starfsárið 2024 – 2025 verði glæsilegt, fjölbreytt og spennandi. Stór hópur tónlistarfólks í fremstu röð flytur litríka dagskrá þar sem hljómar splunkuný tónlist í bland við sígild meistaraverk og fáheyrðar perlur.

Allir tónleikar fara fram á sunnudögum klukkan 13:30 en á undan tónleikunum, klukkan 12:30, verður boðið upp á tónleikaspjall um viðfangsefni hverra tónleika. Hægt er að kaupa ljúffengar veitingar frá veitingastaðnum Krónikunni á meðan. 50% afsláttur fæst af miðaverði ef keypt er áskrift á alla tónleikana, aðeins 18.000 kr fyrir átta magnaða tónleika.


Dramatískir söngvasveigar og frumflutningsveisla

Tíbrá hefst sunnudaginn 29. september með tónleikum CAPUT-hópsins en þar verða tvö dramatísk og heillandi verk hins ástsæla tónskálds John Speight í öndvegi, Klukkukvæði og Djákninn á Myrká en flytjendur með CAPUT eru Arnar Jónsson, leikari og Hildigunnur Einarsdóttir, mezzósópran.

Sígildir söngvasveigar og seiðandi þjóðlagaútsetningar hljóma á tónleikum Hildigunnar Einarsdóttur og Guðrúnar Dalíu Salómonsdóttur, píanóleikara, sunnudaginn 27. október, þar á meðal flytja þær Níu lög úr Þorpinu eftir Þorkel Sigurbjörnsson og A Charm of Lullabies eftir Benjamin Britten auk tónlistar úr smiðjum þeirra Maurice Ravel og Jórunni Viðar.

Cauda Collective býður til mikillar frumflutningsveislu í nóvemberlok, sunnudaginn 24. nóvember, en hópurinn hefur vakið eftirtekt fyrir nýstárlegt efnisval og skapandi nálgun við tónlistarformið.  Hér flytur Cauda Collective glæný verk eftir þau Hafdísi Bjarnadóttur, Hauk Gröndal, Samúel J. Samúelsson og Sigrúnu Jónsdóttur.

Tær einfaldleiki og þekkt stórvirki

Tónlist Skúla Sverrissonar verður í forgrunni á Tíbrártónleikum sunnudaginn 26. janúar en flytjendur með Skúla verða þau Ólöf Arnalds og Davíð Þór Jónsson. Tónlist Skúla býr yfir tærum einfaldleika sem höfðar til breiðs hlustendahóps en nýstárleg meðhöndlun hans á hljómum, takti og laglínum gerir verkin jafnframt einstaklega bitastæð og djúp.

Píanókvartettinn Negla fléttar saman sjaldheyrðum kammerverkum og þekktum stórvirkjum klassískrar tónlistar á Tíbrártónleikum, 23. febrúar, þar sem fluttur verður ástsæll píanókvartett Antonin Dvoraks í bland við tjáningarrík verk eftir þá Frank Bridge og Lee Hoiby. Kvartettinn skipa þau Sólveig Steinþórsdóttir, fiðla, Anna Elísabet Sigurðardóttir, víóluleikari, Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir, sellóleikari og Þóra Kristín Gunnarsdóttir, píanóleikari.

Draumar, ljóðræna og vistarverur

Draumar og þrár eru viðfangsefni tónleika sópransöngkonunnar Ragnheiðar Ingunnar Jóhannsdóttur og Evu Þyri Hilmarsdóttur, píanóleikara, sunnudaginn 30. mars en þar fléttast saman tónlist sem á það sammerkt að hverfast um drauma en tónlistin er eftir Jóhann G. Jóhannsson, Maríu Huld Markan, Sigurð Sævarsdson, Grieg, Schubert, Sibelius og fleiri.

Tríó skipað Björgu Brjánsdóttur, Hrafnhildi Mörtu Guðmundsdóttur og Richard Schwennicke flytur gullfallega tónlist fyrir flautu, selló og píanó eftir Debussy, Clöru og Richard Schumann, Villa-Lobos og Skúla Halldórsson á tónleikum sem fram fara sunnudaginn 27. apríl.

Síðustu tónleikar Tíbrárraðarinnar 2024 – 2025 fara svo fram sunnudaginn 18. maí þegar KIMI tríó, frumflytur ný verk eftir þau Þuríði Jónsdóttur og Kolbein Bjarnason, sem bæði hverfast um persónur frá dögum Rómarveldis, keisaraynjuna Lívíu Drúsillu og stríðsmanninn Markús Antóníus. Kimi hefur vakið verskuldaða eftirtekt og viðurkenningu fyrir ferskt og áhugavert efnisval en hópinn skipa Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir, söngkona, Jónas Ásgeir Ásgeirssoni á harmonikku og Katerina Anagnaostidou, slagverksleikari.

Tíbrá er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogs.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

21
des
Salurinn
21
des
Bókasafn Kópavogs
22
des
Menning í Kópavogi
13:00

Jólalundur

22
des
Náttúrufræðistofa Kópavogs
23
des
Náttúrufræðistofa Kópavogs
23
des
Gerðarsafn
30
des
Salurinn
03
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

04
jan
Bókasafn Kópavogs
06
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira