Frábær stemming í hádeginu í dag þegar Bryndís Guðjónsdóttir, sópran og Eva Þyrí Hilmarsdóttir píanóleikari fluttu lög og ljóð eftir konur í Salnum. Lögin spanna yfir rúma öld í tónlistarsögunni, þau elstu eru frá aldamótum 1900 og þau yngstu glæný.
„Það er okkur í mun að viðhalda þessum merka menningararfi á lofti og því er þakklátt að fá flytja þessi gullfallegu lög hér í Kópavoginum“ sagði Eva Þyrí að loknum tónleikum.
Viðtökur gesta létu ekki á sér standa og það mátti vel heyra á dynjandi lófaklappinu. Steinunn Hallgrímsdóttir, tónleikagestur sagðist vera hæstánægð með að heyra þessi fallegu lög og vildi helst fá að heyra þau oftar spiluð á öldum ljósvakans.
Hér má sjá efnisskrána:
Þórunn Franz (1931-2018) Ástarkveðja
Ljóð: Valgerður Ólafsdóttir
Selma Kaldalóns (1919-1984) Draumurinn
Ljóð: Oddný Kristjánsdóttir
Ingibjörg Þorbergs (1927 – 2019) Minning
Ljóð: Jenna Jensdóttir
Ingunn Pálsdóttir frá Akri (1867-1948) Einstæðingsfuglinn
Ljóð: Ingunn Pálsdóttir frá Akri
Elísabet Jónsdóttir (1869 -1945) Farfuglarnir
Ljóð: Hulda
María Brynjólfsdóttir (1919-2005) Spörfuglinn
Ljóð: Jakobína Johnson
Steinunn Guðmunsdóttir Tveir litlir Valsar
Ljóð: Steinunn Guðmundsdóttir I: Ég vil dansa við þig
II: Ég gleymi þér aldrei
María Markan (1905-1995)
Ljóð: Oddfríður Sæmundsdóttir Hamingjuleit
Ljóð: Lára S. Sigurðardóttir Rósir
Jórunn Viðar (1918-2017) Kall sat undir kletti
Ljóð: Halldóra B. Björnsson
Hildigunnur Rúnarsdóttir (1964- ) Vikivaki
Ljóð: Hulda
Auður Guðjohnsen (1975- ) Sumarsöngur
Ljóð: Auður Guðjohnsen
Ingibjörg Azima (1973- ) Nótt eftir nótt
Ljóð: Jakobína Siguðardóttir Mömmuljúf
Sigfríður Jónsdóttir (1908-1988) Kveðja
Ljóð: Sigfríður Jónsdótti
Tónleikarnir eru samstarf Salarins við Óperudaga.