Ávarp Önnu Rósar Árnadóttir

Anna Rós Árnadóttir, handhafi Ljóðstafsins 2025, hélt stutt ávarp áður en hún fluttu sigurljóðið í gær og var það einkar vel við hæfi því auk þess flutti hún ljóð Jóns úr Vör.

Anna Rós Árnadóttir, handhafi Ljóðstafsins 2025

Takk kæra Ásdís og Kópavogsbær.

Mig langar til að þakka dómnefndinni og Menningu í Kópavogi fyrir þessi stórkostlega flottu verðlaun. 

Eins og aðrar bókmenntir og listaverk verða ljóð ekki til í tómarúmi heldur eru þau alltaf einhvern veginn gerð úr öllum þeim ljóðum sem maður hefur lesið áður.

Það eru mörg ljóðskáld sem ég lít mikið upp til sem hafa fengið þessi verðlaun þannig að mig langar líka til að þakka þeim öllum kærlega fyrir mig.

Fyrir tæplega ári síðan fékk ég bók í afmælisgjöf frá föður mínum sem heitir Gott er að lifa og er síðasta ljóðabók Jóns úr Vör og mig langar til að lesa eitt örstutt ljóð úr henni sem heitir Á strönd orðsins:

Á strönd orðsins

Nú á ég ekki framar

von á neinu

sem gæti komið mér

á óvart,

ég vaki og ég sef.

Eins og gamall sjómaður

geng ég á strönd orðsins

með net mín í dögun,

endurnærður

eftir langan nætursvefninn.

Ég horfi á eftir þeim ungu

sem róa á bátum sínum

út á hafið…

og er glaður

Fyrir okkur sem erum að fikra okkur áfram í flæðarmálinu eða erum komin mislangt út á miðin er gott að vita af Jóni úr Vör glaðbeittum á ströndinni, þar sem hann stendur enn og mun sennilega gera um ókomna tíð.

Takk fyrir mig.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

21
jan
25
jan
Bókasafn Kópavogs
23
jan
Bókasafn Kópavogs
23
jan
Salurinn
23
jan
Salurinn
24
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

25
jan
Bókasafn Kópavogs
25
jan
19
apr
Gerðarsafn
25
jan
Gerðarsafn
25
jan
Bókasafn Kópavogs
25
jan
Bókasafn Kópavogs
26
jan
Salurinn

Sjá meira