Bókasafn Kópavogs í samstarfi við GETA – hjálparsamtök hlýtur styrk frá jafnréttis- og mannréttindaráði Kópavogsbæjar

Bókasafn Kópavogs í samstarfi við GETA – hjálparsamtök hlaut í síðustu viku 400.000 kr. styrk frá jafnréttis- og mannréttindaráði Kópavogsbæjar fyrir árið 2025. Styrkinn hlaut safnið fyrir verkefnið Get together, en verkefnið stuðlar að jafnrétti og mannréttindum með því að bjóða upp á opið hús á Bókasafni Kópavogs fyrir hælisleitendur, flóttafólk og innflytjendur.

Lísa Z. Valdimarsdóttir forstöðurmaður Bókasafns Kópavogs og Heiðdís Geirsdóttir formaður jafréttis- og mannréttindaráðs.

GETA – hjálparsamtök halda utan um verkefnið og er opið hús alla föstudaga kl. 11:00-13:00. Mjög mikil ánægja hefur verið meðal þátttakanda með verkefnið. Mörg hafa mætt með börn sín á leikskólaaldri, sem ekki eru enn komin inn á leikskóla og hefur verið boðið upp á ýmis konar föndur, hannyrðir og fleira í hvert sinn, s.s. vatnslitamálun, perl, útsaum o.fl.

Lísa Z. Valdimarsdóttir forstöðumaður Bókasafns Kópavogs tók við styrknum og á opnu húsi á föstudaginn var og færðu hún og Eyrún Ósk Jónsdóttir verkefnastjóri verkefnisins á Bókasafni Kópavogs þátttakendum verkefnisins fréttirnar við mikinn fögnuð.

Þátttakendur Get together gleðjast yfir fréttunum.

Bókasafn Kópavogs og GETA – hjálparsamtök þakka jafnréttis- og mannréttindaráði Kópavogsbæjar kærlega fyrir rausnarlegan styrk og hlakka til áframhaldandi opinna húsa.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

09
okt
Salurinn
09
okt
Bókasafn Kópavogs
09
okt
Bókasafn Kópavogs
10
okt
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

11
okt
12
okt
Salurinn
11
okt
Bókasafn Kópavogs
11
okt
Bókasafn Kópavogs
13
okt
Bókasafn Kópavogs
14
okt
Bókasafn Kópavogs
15
okt
Bókasafn Kópavogs
15
okt
Salurinn
15
okt
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR