Gerðarsafn og Náttúrufræðistofa Kópavogs hlutu öndvegisstyrk frá Safnasjóði til að vinna verkefnið Myndlist og náttúra. Það er gaman að segja frá því að á þessari önn hafa 372 börn, í 2. bekk tekið þátt í þriðja fasa verkefnisins sem fjallar um lífið neðansjávar.
Börnin kynntust undraheiminum sem leynist í sjónum Í Náttúrufræðistofu Kópavogs, og fóru í innnahúss fjöruferð, grömsuðu í þangi, fundu dýr og skeljar og þörunga. Síðan leiddi myndlistarmaður listsmiðju með börnunum í Gerðarsafni þar sem þörungar komu einnig við sögu í listsköpun og sköpuðu listaverk með efniviði úr fjörunni og vatnslitum.
Við þökkum börnunum og kennurum þeirra kærlega fyrir samstarfið!