Í maí sl. opnaði Bókasafn Kópavogs stórglæsilega og endurbætta barnadeild sem býður upp á ýmiss konar samverustundir.
Rýmið hefur fengið góðar viðtökur og fjölskyldur njóta þess að heimsækja safnið saman.
Vegna fjölda áskorana ætlum við að prófa að ganga lengra og hafa símalausan apríl í barnadeild. Þetta er tilraunaverkefni, sem við vonumst til að gleðji stóra sem smáa gesti og yrði þá jafnvel framlengt.
Við biðjum foreldra um að vera með okkur í liði, leggja frá sér símana og njóta samveru. Ef ykkur vantar hugmyndir að einhverju til að gera með börnunum getur starfsfólk okkar með glöðu geði mælt með hinum ýmsu barnabókum til að lesa saman.
Einnig er tilvalið að skoða skemmtilega sýningu Náttúrufræðistofu sem opnaði á sama tíma og jafnvel kíkja á útisvæði menningarhúsanna nú þegar farið er að vora.





