Með gleði og stolti tilkynnum við að alþjóðlega píanókeppnin og sumarnámskeiðið sem haldið var í ágúst s.l. verður haldið aftur sumarið 2026.
Verkefnið er afrakstur öflugs samstarfs WPTA og OPNA LHÍ, og hefur þegar vakið mikla athygli fyrir faglega umgjörð og spennandi tækifæri fyrir unga píanista.
Hér má skoða myndband frá keppninni
Næsta keppni og námskeið fara fram dagana 4. til 16. ágúst 2026, og mun píanókeppnin sjálf standa dagana 14. til 16. ágúst í Salnum.
Nafn keppninnar er „WPTA Iceland IPC26 & Summer Festival @ Salurinn Concert Hall & Iceland University of the Arts“ og vonum við að þetta metnaðarfulla verkefni festi sig enn frekar í sessi á komandi árum.
Keppt er í þremur flokkum og verðlaunafé samtals 500.000 kr. (3500 evrur) veitt fyrir framúrskarandi tónlistarflytjendur, íslenzka sem erlenda. Verðlaunin eru veglega styrkt af Tónastöðinni og Steinway.
Umsóknarfrestur í keppnina rennur út 10. júní 2026.
Jafnframt verður alþjóðlegt sumarnámskeið haldið í samstarfi Opna Listaháskólann og Tónlistarskóla Kópavogs dagana 4. til 16. ágúst 2026. Á dagskrá verða masterklassar og nemendatónleikar í Salnum, þar sem reyndir listamenn og kennarar deila reynslu sinni og þekkingu með áhugasömum á ungum aldri.
Verkefnið er einstakt tækifæri fyrir unga píanista á aldrinum 10–25 ára til að taka þátt í alþjóðlegri keppni og námi á Íslandi og leggja grunn að frekari þroska í list sinni.
Auk WPTA og Opna LHÍ eru helstu bakhjarlar keppninnar og námskeiðsins: Salurinn, Tónlistarskóli Kópavogs og Kópavogsbær.
Allar nánar upplýsingar má finna á opni.lhi.is og fyrir fyrirspurnir er bent á að hafa samband við Nínu Margréti í síma 899 6413 eða í pósti: nmgrimsdottir@gmail.com.