Fullt út úr dyrum hjá Bergrúnu Írisi

Teiknismiðjan Glæðum sögurnar lífi undir handleiðslu Begrúnar Írisar Sævarsdóttur mynd- og rithöfundar var haldin í Bókasafni Kópavogs síðastliðinn laugardag.  Myndlýsingar eiga greinilega upp á pallborðið hjá yngri kynslóðinni því fullt var út úr dyrum hjá Bergrúnu og starfsfólk bókasafnins þurfti stöðugt að tína til fleiri stóla og teikniblöð. Margir stórkostlegir karakterar rötuðu á blað hjá ungu teiknurunum.

Fjölskyldustundir á laugardögum eru notalegar samverustundir, gjarnan smiðjur, sem fara fram í menningarhúsunum í Kópavogi og eru styrktar af menningar- og mannlífsnefnd. 

Næstkomandi laugardag 18. október verður fjölskyldustundin haldin á Lindasafni og mun þá boðið upp á að vefa litríka litla skúlptúra sem kenndir eru við Ojos de Dios, eða augu guðs.

Einnig styttist í vetrarfrí dagana 27.-28. október og verður þá einkar vegleg dagskrá í menningarhúsunum. Hægt verður að föndra eldfjöll, nornir, sjálflýsandi kjaftagelgjur og fuglagrímur svo fátt eitt sé nefnt. Unglingarnir gleymast ekki og geta komið í mangateiknismiðju fyrir 12 ára og eldri. Dagskráin í heild sinni er aðgengileg hér.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

01
des
23
des
Bókasafn Kópavogs
01
des
23
des
Bókasafn Kópavogs
03
des
Bókasafn Kópavogs
03
des
Bókasafn Kópavogs
03
des
Bókasafn Kópavogs
03
des
Bókasafn Kópavogs
03
des
04
des
Bókasafn Kópavogs
04
des
Bókasafn Kópavogs
05
des
Salurinn
05
des
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

05
des
Gerðarsafn

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR