Hannyrðaklúbburinn Kaðlín er haldinn vikulega á bókasafninu og sækja hann að jafnaði 20-30 konur sem eiga saman góða stund við handavinnu.
Hjá hópnum vaknaði sú hugmynd að styrkja gott málefni og fóru þær því af stað með verkefnið Kaðlín prjónar til góðs. Nú hafa þær prjónað þrjá stútfulla poka af af vettlingum, sokkum, húfum, treflum, sjölum, eyrnaböndum og peysum.
Eyrún Ósk og Gréta Björg af bókasafninu fóru svo með fötin í Samhjálp og vonum við að þau komi að góðum notum í kuldatíðinni.









