Endurbætur í sýningarsal

Nú standa yfir umfangsmiklar breytingar og endurbætur í sýningarsal Náttúrufræðistofunnar og er hann lokaður af þeim sökum fram undir mánaðarmótin janúar/febrúar.
Sýningarsalurinn opnaði vorið 2002 og hefur staðið nær óbreyttur síðan. Á þessum tíma hafa hins vegar orðið gríðarlegar breytingar, bæði hvað varðar upplýsingamiðlun og framsetningu, en ekki síður í praktískum atriðum á borð við lýsingu. En hvaða máli skiptir lýsing?
DSCN0881.JPG
Fyrstu árin var ekki í boði annað en fokdýr halogen lýsing og þótt reynt væri að verja gripi fyrir mögulegum skemmdum af völdum útfjólublás ljóss með því að nota perur með sérstökum ljóssíum, hitnuðu þessar perur gríðarlega. Hitasveiflur eru hins vegar einnig afar óæskilegar fyrir alla sýningargripi og var því mikil bylting þegar led-lýsing fór að ryðja sér til rúms. Í dag eru hitasveiflur því verulega minni en á upphafsárum safnsins, en sjálfur ljósabúnaðurinn er hins vegar orðinn úr sér genginn og óhentugur.
Hluti núverandi breytinga er því ný ljósahönnun sem bæði mun gera gripunum betri skil og draga enn frekar úr hitasveiflum og öðrum óæskilegum áhrifum lýsingar. Þannig munu þessar endurbætur bæði bæta upplifun gesta stofunnar og stuðla enn frekar að vernd sýningargripa um ókomna tíð.
Meðan á þessu stendur hafa gripir verið teknir niður eða selfluttir og gefst nú sérlega gott færi á að taka sel-fí í anddyri stofunnar 🙂
selur.jpg

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

09
jan
Salurinn
09
jan
Bókasafn Kópavogs
10
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

11
jan
Bókasafn Kópavogs
11
jan
Bókasafn Kópavogs
11
jan
Gerðarsafn
12
jan
Salurinn
13:30

Hamskipti

12
jan
Gerðarsafn
13
jan
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
14
jan
Bókasafn Kópavogs
15
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira