4., 5., 9. og 10. bekkur í bíó

Það voru 847 glaðbeittir grunnskólanemendur í Kópavogi sem mættu í Smárabíó 30/9 og 1/10 á kvikmyndasýningar á vegum Menningarhúsanna í Kópavogi í samstarfi við RIFF og Smárabíó.

Menningarhúsin í Kópavogi buðu í bíó í samstarfi við RIFF og Smárabíó

Það voru 847 glaðbeittir grunnskólanemendur í Kópavogi sem mættu í Smárabíó 30/9 og 1/10 á kvikmyndasýningar á vegum Menningarhúsanna í Kópavogi í samstarfi við RIFF og Smárabíó.

Nemendum í 4. og 5. bekk var boðið að sjá norsku verðlaunamyndina Los Bando og 9. og 10. bekk var boðið að sjá annað hvort bresku verðlaunamyndina Old Boys eða sigurmynd EFA í ár, hina hollensku The Fight Girl.

Sýning þessi var í tengslum við RIFF sem er nú haldið í 16. sinn og fengu grunnskólanemendur Kópavogsbæjar hér nasasjón af því hvernig er að sækja kvikmyndahátíðir eins og RIFF. Að sýningu lokinn var svokallað Q&A með Gunnari Helgasyni, rithöfundi, leikara og leikstjóra, og Haraldi Ara Karlssyni, aðstoðarleikstjóra Íslands, þar sem umræðuefnin voru m.a. hvernig bíó verður til, hvernig bækur verða að bíómyndum og hvernig unnið er með myndmálið. Krakkarnir voru allir mjög áhugasamir um að vita meira um kvikmyndagerð og nýttu tækifærið til að spyrja Gunnar og Harald Ara spjörunum úr.

Menningarhúsin í Kópavogi vildu með þessu góða samstarfi gefa grunnskólanemendum Kópavogs smá innsýn í hinn fjölbreytta heim kvikmyndagerðar.

Verkefnið var styrkt af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

06
maí
11
maí
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

07
maí
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

08
maí
Bókasafn Kópavogs
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

08
maí
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

08
maí
Menning í Kópavogi
12:15

Kársnes. Úr ræktarlandi í nútímabyggð

12
maí
Salurinn
13:30

Kvintettinn Kalais

12
maí
Gerðarsafn
14:00

Leiðsögn um Tölur, staði með Jóni Proppé

14
maí
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

15
maí
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

15
maí
Bókasafn Kópavogs
16:30

Rabbað um erfðamál

16
maí
Bókasafn Kópavogs
17:00

Umhirða ávaxtatrjáa

16
maí
Gerðarsafn
10:00

Foreldramorgunn

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR